Leikmenn úrvalsdeildar karla í fótboltanum hafa verið á skotskónum að undanförnu. Í síðustu tveimur umferðum deildarinnar hafa verið skoruð 42 mörk í 12 leikjum, 18 mörk í fyrrakvöld og 24 mörk í fimmtu umferðinni á fimmtudagskvöldið, eða 3,5 mörk að meðaltali í leik.
Ekkert markalaust jafntefli hefur litið dagsins ljós í síðustu 20 leikjum í deildinni og í 14 af síðustu 15 leikjum hafa bæði liðin skorað í hverjum einasta leik. Það voru bara Fjölnismenn sem ekki náðu að skora í leik í síðustu tveimur umferðum þegar þeir töpuðu 0:3 fyrir FH í Kaplakrikanum.
Ítarlega er fjallað um tölfræði Pepsi-deildar karla í Morgunblaðinu í dag.