Fyrirliði KR-inga til reynslu í Svíþjóð

Jónas Guðni í leik gegn FH á dögunum.
Jónas Guðni í leik gegn FH á dögunum. mbl.is/Golli

„Þetta er spennandi dæmi,“ sagði Jónas Guðni Sævarsson, fyrirliði knattspyrnuliðs KR, í samtali við mbl.is í dag en hann hafði þá nýlokið við að leika æfingaleik með sænska liðinu Halmstad þar sem hann er á reynslu.

„Þetta gerðist voðalega fljótt. Ég frétti fyrst af áhuga þeirra eftir Fylkisleikinn í síðustu umferð og það stóð nú tæpt að ég kæmist út enda er ég á miðju tímabili á Íslandi. Svo hef ég átt í vandræðum með meiðsli aftan í læri en við tókum ákvörðun um að ég fengi að fara út í þrjá daga. Ég náði að spila einn leik og taka æfingu og ég held að það sé ágætis áhugi fyrir hendi hjá þeim,“ sagði Jónas Guðni.

Hann kemur aftur til Íslands á morgun og leikur með KR gegn Keflavík á sunnudaginn. Félagaskiptaglugginn í Svíþjóð opnar 1. júlí næstkomandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka