„Býst ekki við markakóngstitlinum“

Valur Fannar Gíslason í baráttu við Jordao Diogo leikmann KR.
Valur Fannar Gíslason í baráttu við Jordao Diogo leikmann KR. mbl.is/hag

Fyrirliði Fylkis í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, Valur Fannar Gíslason, verður seint sakaður um að vera markahrókur mikill, en hann leikur stöðu varnartengiliðs á miðjunni hjá Árbæjarliðinu. Áður en Íslandsmótið hófst í maí, hafði hann gert 11 mörk í 164 leikjum í efstu deild, sem þykir nú ekki sérlega mikið, jafnvel þó varnarsinnaður miðjumaður eigi í hlut. Valur Fannar hefur þó heldur betur verið á skotskónum í sumar, því að loknum sex umferðum er hann markahæstur í deildinni með fimm mörk, ásamt Alfreð Finnbogasyni hjá Breiðabliki.

Valur Fannar spáir í spilin fyrir leiki helgarinnar í Pepsi deild karla í fótboltanum en einn leikur fer fram í dag, fjórir á morgun og sjörundu umferð lýkur á mánudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert