Fylkir vann góðan útisigur gegn Fjölni í 7. umferð Pepsideildar karla í knattspyrnu í dag, 1:3. Fylkismenn eru þar með komnir með 14 stig, en Fjölnir er enn með 4 stig.
Ingimundur Níels Óskarsson kom Fylki í 1:0 á 31. mínútu og Kjartan Ágúst Breiðdal bætti um betur á 38. mínútu. Fallegasta mark leiksins og sennilega mótsins alls, átti þó Fjölnismaðurinn Illugi Þór Gunnarsson sem þrumaði knettinum í stöngina og inn á 45. mínútu og minnkaði muninn í 1:2. Ingimundur Níels gerði þó út um vonir Fjölnismanna á 53. mínútu með sínu öðru marki.
Byrjunarlið Fjölnis: Þórður Ingason, Gunnar VAlur Gunnarsson, Gunnar Már Guðmundsson, Magnús Ingi Einarsson, Jónas Grani Garðarsson, Aron Jóhannsson, Ragnar Heimir Gunnarsson, Heimir Snær Guðmundsson, Illugi Þór Gunnarsson, Eyþór Atli Einarsson, Andri Valur Ívarsson.
Varamenn: Ólafur Páll Johnson, Ásgeir Aron Ásgeirsson, Hrafn Davíðsson, Ágúst Þór Ágústsson, Kristinn Feyr Sigurðsson, Hermann Aðalgeirsson, Guðmundur Karl GUðmundsson.
Byrjunarlið Fylkis: Kristján Valdimarsson, Valur Fannar Gíslason, Ólafur Ingi Stígsson, Þórir Hannesson, Ingimundur Níels Óskarsson, Andrés Már Jóhannesson, Pape Mamadou Faye, Kjartan Ágúst Breiðdal, Fjalar Þorgeirsson, Halldór Arnar Hilmisson, Einar Pétusson.
Varamenn: Daníel KArlsson, Theódór Óskarsson, Albert Brynjar Ingason, Tómas Þorsteinsson, Kjartan Andri Baldvinsson, Fannar Baldvinsson, Felix Hjálmarsson.