Flösku grýtt í KR-inga

KR vann stóran sigur á Keflavík í kvöld.
KR vann stóran sigur á Keflavík í kvöld. mbl.is/Eggert

Ljótt atvik átti sér stað undir lok leiks KR og Keflavíkur í Pepsideild karla í knattspyrnu í kvöld en leikurinn fór fram á KR-velli og höfðu heimamenn sigur. Þá var gosflösku kastað í miðjan stuðningsmannahóp KR-inga og hæfði hún konu eina í stúkunni.

Ekki er vitað hverjir þarna voru að verki en gera má ráð fyrir að um svekkta stuðningsmenn Keflavíkur hafi verið að ræða en KR vann leikinn 4:1. Þeir höfðu fyrr í leiknum kastað flösku í átt að Prince Rajcomar, leikmanni KR, sem lá á vellinum nálægt stúkunni eftir að á honum hafði verið brotið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert