Stjarnan vann stórsigur á Fram í 7. umferð Pepsideildar karla í knattspyrnu í kvöld á gervigrasinu í Garðabæ. Leikar fóru 4:1 og var sigur Stjörnunnar síst of stór, en þeir réðu ferðinni frá upphafi til enda. Stjarnan er því komin með 16 stig í deildinni, en Fram er enn með 5 stig.
Mörk Stjörnunnar gerðu Halldór Orri Björnsson á 12. og 68. mínútu, og Arnar Már Björgvinsson á 28. og 65. mínútu. Ingvar Þór Ólason minnkaði muninn fyrir Fram á 79. mínútu.
Ítarlega verður fjallað um leikinn í Morgunblaðinu á morgun.
Byrjunarlið Stjörnunnar:
Bjarni Þórður Halldórsson. - Guðni Rúnar Helgason, Tryggvi Sveinn Bjarnason, Daníel Laxdal, Hafsteinn Rúnar Helgason. - Halldór Orri Björnsson, Birgir Hrafn Birgisson, Björn Pálsson, Arnar Már Björgvinsson, Steinþór Freyr Þorsteinsson.- Þorvaldur Árnason.
Varamenn: Kjartan Ólafsson, Magnús Björgvinsson, Andri Sigurjónsson, Bjarki Páll Eysteinsson, Jóhann Laxdal, Baldvin Sturluson, Ellert Hreinsson.
Lið Fram:
Hannes Þór Halldórsson.- Sam Tillen, Auðun Helgason, Jón Guðni Fjóluson, Almarr Ormarsson. - Halldór Hermann Jónsson, Daði Guðmundsson, Ian Paul McShane, Hjálmar Þórarinsson, Josep Tillen. - Ívar Björnsson.
Varamenn: Ingvar Þór Ólason, Heiðar Geir Júlíusson, Hlynur Atli Magnússon, Grímur Björn Grímsson, Alexander Veigar Þórarinsson, Jón Orri Ólafsson, Ögmundur Kristinsson.