Þróttur og nýliðar ÍBV áttust við í 7. umferð Pepsideildar karla í kvöld og á Valbjarnarvelli í Laugardal. Þróttur var í neðsta sæti deildarinnar með 2 stig en ÍBV var með 6 stig að loknum 6 leikjum. Þróttur sigraði 2:1 og lönduðu þar með sínum fyrsta sigri í deildinni. Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu á mbl.is.
Öll mörkin komu í síðari hálfleik. Hjörtur Hjartarson og Dennis Danry skoruðu með nokkura mínútna millibili um miðjan síðari hálfleik en varamaðurinn Þórarinn Valdimarsson minnkaði muninn í uppbótartíma.
Byrjunarlið Þróttar: Sindri Snær Jensson - Jón Ragnar Jónsson, Kristján Ómar Björnsson, Dennis Danry, Birkir Pálsson - Magnús Már Lúðvíksson, Hallur Hallsson, Kristinn Steinar Kristinsson, Morten Smidt, Davíð Þór Rúnarsson - Hjörtur Hjartarson.
Byrjunarlið ÍBV: Albert Sævarsson - Arnór Eyvar Ólafsson, Yngvi Borgþórsson, Eiður Sigurbjörnsson, Matt Garner - Bjarni Rúnar Einarsson, Christopher Clements, Andri Ólafsson, Tonny Mawejje - Gauti Þorvarðson, Ajay Leitch Smith.