Valur sigraði Breiðablik, 1:0, í lokaleik 7. umferðar úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi-deildarinnar, á Kópavogsvelli í kvöld. Baldur Bett skoraði sigurmarkið á 22. mínútu.
Þetta er þriðji sigur Valsmanna í röð og þeir fara uppí fimmta sætið með 13 stig. Blikar léku sinn fimmta leik í röð án sigurs og eru í sjöunda sætinu með 8 stig.
Textalýsing leiksins fer hér á eftir og í íþróttablaði Morgunblaðsins í fyrramálið verður fjallað ítarlega um leikinn.
Lið Breiðabliks: Ingvar Þór Kale, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Kári Ársælsson, Kristinn Jónsson, Finnur Orri Margeirsson, Arnar Grétarsson, Alfreð Finnbogason, Olgeir Sigurgeirsson, Kristinn Steindórsson, Guðmundur Kristjánsson, Haukur Baldvinsson.
Varamenn: Sigmar Ingi Sigurðarson, Arnar Sigurðsson, Evan Schwartz, Elfar Freyr Helgason, Guðjón Gunnarsson.
Lið Vals: Haraldur Björnsson, Guðmundur Viðar Mete, Reynir Leósson, Atli Sveinn Þórarinsson, Bjarni Ólafur Eiríksson, Ólafur Páll Snorrason, Baldur Bett, Ian Jeffs, Hafþór Ægir Vilhjálmsson, Helgi Sigurðsson, Marel Jóhann Baldvinsson.
Varamenn: Kjartan Sturluson, Pétur Georg Markan, Einar Marteinsson, Baldur Ingimar Aðalsteinsson, Arnar Sveinn Geirsson, Viktor Unnar Illugason, Þórir Guðjónsson.