Öruggur sigur FH á Þrótti

Frá leik FH og Þróttar í fyrrasumar. Tryggvi Guðmundsson úr …
Frá leik FH og Þróttar í fyrrasumar. Tryggvi Guðmundsson úr FH og Eysteinn Lárusson úr Þrótti mbl.is/Kristinn

Íslandsmeistarar FH virtust lítið hafa fyrir því að leggja Þróttara að velli á Kaplakrikavelli í kvöld, 4:0, í áttundu umferð Pepsideildar karla í knattspyrnu. Matthías Vilhjálmsson gerði tvö markanna og þeir Atli Viðar Björnsson og Atli Guðnason eitt hvor. Fylgst var með gangi mála í textalýsingu hér á mbl.is.

Ítarlega verður fjallað um leikinn í Morgunblaðinu í fyrramálið.

Byrjunarlið FH: Daði Lárusson - Guðmundur Sævarsson, Tommy Nielsen, Pétur Viðarsson, Hjörtur Logi Valgarðsson - Davíð Þór Viðarsson, Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, Matthías Vilhjálmsson - Atli Viðar Björnsson, Alexander Söderlund, Atli Guðnason.

Varamenn: Freyr Bjarnason, Tryggvi Guðmundsson, Gunnar Sigurðsson, Matthías Guðmundsson, Hákon Atli Hallfreðsson, Björn Daníel Sverrisson, Viktor Örn Guðmundsson.

Byrjunarlið Þróttar: Sindri Snær Jensson - Jón Ragnar Jónsson, Kristján Ómar Björnsson, Haukur Páll Sigurðsson, Birkir Pálsson - Morten Smidt, Dennis Danry, Hallur Hallsson, Magnús Már Lúðvíksson, Trausti Eiríksson - Hjörtur Hjartarson.

Varamenn: Henryk Boedker, Runólfur Sveinn Sigmundsson, Skúli Jónsson, Andrés Vilhjálmsson, Ingvi Sveinsson, Vilhjálmur Pálmason, Kristinn Steinar Kristinsson.


Staðan í Pepsideildinni.
Staðan í Pepsideildinni. mbl.is
FH 4:0 Þróttur R. opna loka
90. mín. Pétur Viðarsson (FH) á skot sem er varið Frekar laust skot af löngu færi og Sindri varði auðveldlega.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert