Sanngjarn sigur Fram á KR

Guðmundur Benediktsson
Guðmundur Benediktsson Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Fram sýndi góð tilþrif þegar liðið vann góðan sigur á KR í 8. umferð Pepsideildar karla í knattspyrnu í dag, en leikar fóru 3:0. Hjálmar Þórarinsson gerði tvö marka Fram, en Almarr Orrason eitt. Fram er því komið með 8 stig, en KR er áfram með 14 stig.

Framarar voru betri allan tímann í leiknum, en KR-ingar virtust heillum horfnir í leiknum. Framarar náðu þó ekki að skora fyrr en í byrjun seinni hálfleiks, og þá komu tvö í röð. Fyrst á 51. mínútu þegar Hjálmar Þórarinsson skoraði laglegt mark með langskoti, og svo strax aftur á 52. mínútu, þegar Almarr Ormarsson kom knettinum í netið. Hjálmar átti svo lokaorðið á 85. mínútu með laglegum einleik, er hann sólaði alla öftustu varnarlínu KR og skoraði í autt markið.

Sanngjarn sigur hjá frísku og spræku Fram liði.

Nánar verður fjallað um leikinn í MOrgunblaðinu á morgun.

Byrjunarlið Fram 4-4-2: Hannes Þór Halldórsson.- Sam Tillen, Auðun Helgason, Kristján Hauksson, Daði Guðmundsson. - Heiðar Geir Júlíusson, Halldór Hermann Jónsson, Ingvar Þór Ólason, Ian Paul McShane. - Hjálmar Þórarinsson, Almarr Ormarsson.

Varamenn: Ívar Björnsson, Hlynur Atli Magnússon, Grímur Björn Grímsson, Jón Orri Ólafsson, Ögmundur Kristinsson, Jón Guðni Fjóluson, Joseph Tillen.

Byrjunarlið KR 4-4-2: Stefán Logi Magnússon - Skúli Jón Friðgeirsson, Mark Rutgers, Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Jordao Diogo, - Baldur Sigurðsson, Bjarni Guðjónsson, Jónas Guðni Sævarsson, Gunnar Örn Jónsson, - Guðmundur Benediktsson, Prince Rajcomar.

Varamenn: Guðmundur Pétursson, Atli Jóhannsson, Óskar Örn Hauksson, Gunnar Kristjánsson, Atli Jónasson, Ingólfur Sigurðsson, Eggert Rafn Einarsson.

Fram 3:0 KR opna loka
90. mín. Leik lokið +2
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert