Íslandsmeistarar FH eru óstöðvandi í Pepsideild karla í knattspyrnu og í kvöld lögðu þeir Framara að velli á Laugardalsvelli, 2:0, með mörkum Tryggva Guðmundssonar sem kom inná sem varamaður á níundu mínútu. Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.
Tryggvi, sem verið hefur varamaður í síðustu leikjum FH, skoraði mörkin í upphafi seinni hálfleiks en FH-ingar fengu einnig urmul færa í fyrri hálfleik þar sem Hannes Þór Halldórsson átti góðan leik í marki Fram.
Leikurinn er hluti af 13. umferð en var flýtt vegna þátttöku liðanna í Evrópukeppni.
Ítarlega verður fjallað um leikinn í Morgunblaðinu í fyrramálið.
Byrjunarlið Fram: Hannes Þór Halldórsson - Daði Guðmundsson, Kristján Hauksson, Auðun Helgason, Samuel Tillen - Paul McShane , Ingvar Þór Ólason, Halldór Hermann Jónsson, Heiðar Geir Júlíusson - Almarr Ormarsson, Hjálmar Þórarinsson.
Varamenn: Ögmundur Kristinsson, Hlynur Atli Magnússon, Grímur Björn Grímsson, Ívar Björnsson, Jón Guðni Fjóluson, Jón Orri Ólafsson, Josep Tillen.
Byrjunarlið FH: Daði Lárusson - Guðmundur Sævarsson, Pétur Viðarsson, Tommy Nielsen, Hjörtur Logi Valgarðsson - Davíð Þór Viðarsson, Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, Matthías Vilhjálmsson - Atli Viðar Björnsson, Alexander Söderlund, Atli Guðnason.
Varamenn: Gunnar Sigurðsson, Freyr Bjarnason, Tryggvi Guðmundsson, Matthías Guðmundsson, Hákon Atli Hallfreðsson, Björn Daníel Sverrisson, Viktor Örn Guðmundsson.