Guðmundur ósáttur við KSÍ

Guðmundur Steinarsson í leik með Keflavík.
Guðmundur Steinarsson í leik með Keflavík. Morgunlaðið/ Kristinn

Knattspyrnumaðurinn Guðmundur Steinarsson sem samið hefur um að leika með Keflavík í sumar lét reyna á reglu um félagaskipti hjá KSÍ sem gefur samningslausum leikmönnum heimild til að hefja leik utan félagaskiptagluggans. Reglan, sem er númer 10.3, kveður á um að ef leikmaður sé samningslaus þá geti sambandið veitt undanþágu á leikheimild utan gluggans.

Guðmundur sendi inn beiðni þessa efnis í síðustu viku í þeirri von að fá að hefja leik með Keflvíkingum sem allra fyrst. Þessari beiðni hans og Keflvíkinga var hafnað á þeim forsendum að aðrir leikmenn færu að stunda það að rifta samningi til að fá félagaskipti utan gluggans.

Rætt er við Guðmund í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert