„Notað í sérstökum tilvikum“

Guðmundur Steinarsson fær ekki að spila með Keflavík fyrr en …
Guðmundur Steinarsson fær ekki að spila með Keflavík fyrr en 15. júlí. mbl.is/Kristinn

Knattspyrnusamband Íslands sendi Keflvíkingum í gær skriflegt svar þar sem rökstudd er sú ákvörðun sambandsins að hafna beiðni Guðmundur Steinarssonar um að fá heimild til að hefja leik utan félagaskiptagluggans. Vísaði Guðmundur til reglu varðandi samningslausa leikmenn.

Þórir Hákonarson framkvæmdastjóri KSÍ, tjáði Morgunblaðinu í gær að samninga- og félagaskiptanefnd hefði tekið málið fyrir hjá KSÍ: ,,Það sem er lykilatriði í málinu er að félagaskiptaglugginn er lokaður. Þetta ákvæði er ekki opið og er notað í algerum undantekningartilvikum,“ sagði Þórir.

Í hvernig tilvikum er þetta ákvæði þá notað? ,,Það getur verið notað í sérstökum tilvikum. Til dæmis ef leikmaður verður samningslaus undir óvenjulegum kringumstæðum. Ef samningi er sagt upp einhliða af viðkomandi félagi eða ef það getur ekki staðið við skuldbindingar sínar. Í þessu tilviki er um sameiginlega riftun samnings beggja aðila að ræða,“ sagði Þórir ennfremur. kris@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert