Öruggur sigur Fylkis á ÍBV

Fylkismenn gátu fagnað á þriðju mínútu þegar þeir komust yfir.
Fylkismenn gátu fagnað á þriðju mínútu þegar þeir komust yfir. mbl.is/Ómar

Fylkir vann öruggan sigur á ÍBV, 3:0, í 10. umferð Pepsideildar karla í knattspyrnu í Árbænum í kvöld, og skjótast þar með upp í 2. sæti deildarinnar, þar sem þeir eru með betri markamun en KR.

Fyrri hálfleikurinn var fjörugur, þar sem heimamenn óðu yfir gestina og gerðu út um leikinn með þremur mörkum. 

Seinni hálfleikurinn var ekki eins skemmtilegur, engin mörk voru skoruð og ÍBV virtist sætta sig við stöðuna. 

ÍBV er því áfram í 10 sæti.

 Nánar má lesa um leikinn í Morgunblaðinu á morgun.

Byrjunarlið Fylkis: Fjalar Þorgeirsson - Andrés Már Jóhannesson, Kristján Valdimarsson, Ólafur Ingi Stígsson, Tómas Þorsteinsson - Ingimundur Níels Óskarsson, Ásgeir Börkur Ásgeirsson, Valur Fannar Gíslason, Halldór Arnar Hilmisson, Kjartan Ágúst Breiðdal - Albert Brynjar Ingason.
Varamenn: Daníel Karlsson, Jóhann Þórhallsson,  Kjartan Andri Baldvinsson, Fannar Baldvinsson, Orri Ólafsson, Davíð Þór Ásbjörnsson, Theódór Óskarsson.

Byrjunarlið ÍBV:
Albert Sævarsson - Pétur Runólfsson, Andri Ólafsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Matt Garner - Tonny Mawejje,  Bjarni Rúnar Einarsson, Yngvi Borgþórsson, Chris Clements, Viðar Örn Kjartansson - Ajay Leitch-Smith.
Varamenn:Arnór Eyvar Ólafsson, Augustine Nsumba, Atli Guðjónsson, Ingi Rafn Ingibergsson, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Elías Ingi Árnason, Elías Fannar Stefnisson.

Fylkir 3:0 ÍBV opna loka
90. mín. Leik lokið +3
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert