Guðmundur í sigti Valsara

Guðmundur Benediktsson er leikmaður KR en gæti tekið við Val.
Guðmundur Benediktsson er leikmaður KR en gæti tekið við Val. mbl.is/Golli

Guðmundur Benediktsson, sóknarmaður KR og fyrrverandi leikmaður Vals, vildi ekki ræða sín mál að loknum leik KR og Stjörnunnar í gærkvöld. Hann er nú sterklega orðaður við þjálfarastöðuna hjá Val en Valsmenn vilja fá hann í staðinn fyrir Willum Þór Þórsson sem hætti óvænt störfum í fyrradag.

Logi Ólafsson, þjálfari KR, vísaði á stjórn KR þegar hann var spurður hvort Valsmenn hefðu óskað eftir því að fá að ræða við Guðmund. Ekki náðist í stjórnarmenn KR eftir leikinn en heimildarmenn Morgunblaðsins úr röðum KR fullyrtu að slík beiðni hefði borist frá Val.

Ótthar Edvardsson, framkvæmdastjóri Vals, vildi ekki staðfesta að Guðmundur væri í sigtinu sem næsti þjálfari Vals þegar Morgunblaðið hitti hann að máli fyrir leik Vals og FH. Hann staðfesti þó að Valsmenn hefðu haft ákveðinn mann í huga þegar sú ákvörðun hefði verið tekin að skipta um þjálfara.

Þorgrímur Þráinsson stýrði Valsliðinu gegn FH í gærkvöld, eins og í síðustu tveimur leikjum, en Valur fékk sinn versta skell um árabil, 0:5.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert