KR-ingar fá liðsstyrk

Guðmundur Reynir Gunnarsson.
Guðmundur Reynir Gunnarsson. mbl.is/Þorvaldur

KR-ingar hafa fengið liðsstyrk fyrir síðari hluta leiktíðarinnar í Pepsí deild karla í knattspyrnu en þeir munu ganga formlega frá lánssamningi við sænska félagið GAIS á morgun. Guðmundur Reynir Gunnarsson getur því leikið með sínu gamla félagi KR út leiktíðina.

Guðmundur lék vel sem vinstri bakvörður hjá KR í fyrra og var í kjölfarið keyptur til GAIS en hefur lítið fengið að spreyta sig þar ytra. Hann mun væntanlega berjast við Jordao Diogo um stöðuna en Diogo hefur verið í vinstri bakvarðastöðunni hjá KR í sumar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert