Óásættanlegt tilboð frá Halmstad

Jónas Guðni Sævarsson er í sigtinu hjá Halmstad.
Jónas Guðni Sævarsson er í sigtinu hjá Halmstad. mbl.is/Eggert

Ekki er útlit fyrir að KR-ingar muni missa fyrirliða sinn Jónas Guðna Sævarsson til sænska knattspyrnufélagsins Halmstad en félagið hefur haft hann í sigtinu síðustu vikur.

Jónas Guðni fór meðal annars út til æfinga hjá félaginu snemma í júní og spilaði einn æfingaleik og kvað í samtali við Morgunblaðið dvölina hafa heppnast vel og að sér litist vel á sænska félagið. Útsendarar Halmstad fylgdust svo með miðjumanninum snjalla í að minnsta kosti tveimur leikjum með KR og í kjölfarið barst tilboð sem forráðamenn Vesturbæjarfélagsins töldu algjörlega óásættanlegt.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka