Fjölnir hafði betur gegn Stjörnunni

Fjölnismenn eru í bullandi fallbaráttu.
Fjölnismenn eru í bullandi fallbaráttu. mbl.is/Ómar

Fjölnir vann í kvöld sinn fyrsta sigur í langan tíma þegar liðið lagði Stjörnuna að velli, 3:1, í elleftu umferð Pepsideildar karla í knattspyrnu. Rauða spjaldið fór á loft undir lok leiks en fylgst var með gangi mála í textalýsingu hér á mbl.is.

Andri Valur Ívarsson kom Fjölni yfir í fyrri hálfleik en Magnús Björgvinsson jafnaði fyrir Stjörnuna í þeim seinni. Jónas Grani Garðarsson kom svo Fjölni aftur yfir með umdeildu marki og ekki síður umdeild var vítaspyrnan sem Gunnar Már Guðmundsson skoraði þriðja mark Fjölnis úr á 82. mínútu.

Halldór Orri Björnsson fékk að líta rauða spjaldið fyrir tæklingu á 90. mínútu.

Fjölnir komst því upp fyrir Grindavík í 9. sæti deildarinnar en Stjarnan er enn með 20 stig og í þriðja sæti en gæti misst Fylki upp fyrir sig síðar í kvöld.

Byrjunarlið Fjölnis: Hrafn Davíðsson - Illugi Þór Gunnarsson, Ásgeir Aron Ásgeirsson, Ólafur Páll Johnson, Gunnar Valur Gunnarsson, Vigfús Arnar Jósepsson - Andri Valur Ívarsson, Gunnar Már Guðmundsson, Magnús Ingi Einarsson, Tómas Leifsson - Jónas Grani Garðarsson.
Varamenn: Þórður Ingason, Aron Jóhannsson, Ragnar Heimir Gunnarsson, Ágúst Þór Ágústsson, Kristinn Freyr Sigurðsson, Geir Kristinsson, Hermann Aðalgeirsson.

Byrjunarlið Stjörnunnar: Bjarni Þóður Halldórsson - Bjarki Páll Eysteinsson, Guðni Rúnar Helgason, Daníel Laxdal, Hafsteinn Rúnar Helgason - Jóhann Laxdal, Birgir Hrafn Birgisson, Halldór Orri Björnsson, Björn Pálsson, Magnús Björgvinsson - Ellert Hreinsson.
Varamenn: Kjartan Ólafsson, Sindri Már Sigurþórsson, Andri Sigurjónsson, Richard Hurlin, Rögnvaldur Már Helgason, Heiðar Atli Emilsson, Baldvin Sturluson.

Fjölnir 3:1 Stjarnan opna loka
90. mín. Halldór Orri Björnsson (Stjarnan) fær rautt spjald Halldór fékk útrás fyrir mikið svekkelsi, fór í háskalega tæklingu og fékk að líta beint rautt spjald.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert