Matthías Vilhjálmsson hetja FH-inga

Alexander Söderlund sóknarmaður FH sækir að marki Fylkis.
Alexander Söderlund sóknarmaður FH sækir að marki Fylkis. mbl.is/Eggert

Íslandsmeistarar FH unnu góðan sigur á Fylki, 3:2, á Kaplakrikavelli í kvöld. Matthías Vilhjálmsson skoraði sigurmarkið á 85. mínútu en staðan í hálfleik var 2:2. FH-ingar léku einum manni færri frá 58. mínútu, þá þurfti Hjörtur Logi Valgarðsson að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. FH-ingar höfðu þá notað allar sínar skiptingar.

Heimamenn komust yfir snemma leiks með marki Atla Viðars Björnssonar. Fylkismenn jöfnuðu skömmu síðar og komust yfir á 18. mínútu. FH jafnaði fyrir fjórum mínútum fyrir hálfleik.

Gríðarlega barátta einkenndi leikinn og margar skrautlegar tæklingar litu dagsins ljós. Þessi mikla barátta varð til þess að bæði lið áttu aðeins eina skiptingu eftir þegar komið var inn í síðari hálfleik. Raunar gerðu Fylkismenn eina breytingu í hálfleik.

Lítið var um góð færi í síðari hálfleik en baráttan á miðjunni þeim mun meiri. Undir lok leiksins barst svo boltinn til Matthíasar Vilhjálmssonar sem var óvaldaður hægra megin í vítateig Fylkis. Matthías skaut knettinum hárfínt upp í hægra hornið, án þess að Fjalar Þorgeirsson kæmi vörnum við.

Þrátt fyrir tilraunir tókst Fylkismönnum ekki að jafna metin áður en flautað var til loka leiks.

Nánar verður fjallað um leikinn í Morgunblaðinu á morgun.

Byrjunarlið FH: Daði Lárusson - Tommy Nielsen, Freyr Bjarnason, Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, Pétur Viðarsson, Davíð Þór Viðarsson, Tryggvi Guðmundsson, Matthías Vilhjálmsson, Atli Guðnason, Atli Viðar Björnsson, Hjörtur Logi Valgarðsson.

Varamenn: Alexander Söderlund, Gunnar Sigurðsson, Matthías Guðmundsson, Hákon Hallfreðsson, Sverrir Garðarsson, Björn Daníel Sverrisson, Viktor Örn Guðmundsson.

Byrjunarlið Fylkis: Fjalar Þorgeirsson - Kristján Valdimarsson, Valur Fannar Gíslason, Ingimundur Níels Óskarsson, Andrés Már Jóhannesson, Kjartan Ágúst Breiðdal, Albert Brynjar Ingason, Tómas Þorsteinsson, Ásgeir Börkur Ásgeirsson, Halldór Hilmisson, Einar Pétursson.

Varamenn: Daníel Karlsson, Theódór Óskarsson, Ólafur Ingi Stígsson, Jóhann Þórhallsson, Pape Mamadou Faye, Orri Ólafsson, Davíð Þór Ásbjörnsson.

FH 3:2 Fylkir opna loka
90. mín. Ingimundur Níels Óskarsson (Fylkir) á skot sem er varið Daði varði í horn. Dauðafæri.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka