Valsmenn unnu mikinn baráttusigur, 4:3, á KR í Frostkjóli í dag í fyrsta leik liðsins undir stjórn Atla Eðvaldssonar í Pepsi-deild karla. Leikurinn var bráðskemmtilegur og fór fram í blíðskaparveðri. Staðan var jöfn í hálfleik, 2:2, en KR-liðið hafði talsverða yfirburði í leiknum fyrsta hálftímann.
Valsmenn komu vel einbeittir til leiks í síðari hálfleik og komust yfir þegar tíu mínútur voru liðnar af hálfleiknum með marki Helga Sigurðssonar út vítaspyrnu. Bjarni Guðjónsson hafði áður brotið á Helga sem var við það að sleppa í gegnum vörn KR. Bjarni fékk rauða spjaldið að launum frá Jóhannesi Valgeirssyni. Eftir það léku KR-ingar einum leikmanni færri.
Viktor Unnar Illugason kom Val í 4:2 á 67. mínútu. Þrátt fyrir harða sókn síðustu rúmar 20 mínútur leiksins tókst KR aðeins að skora eitt mark og varð þar að verki Baldur Sigurðsson á 69. mínútu.
Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is.
Byrjunarlið KR: Atli Jónasson - Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Bjarni Eggerts Guðjónsson, Jónas Guðni Sævarsson, Skúli Jón Friðgeirsson, Atli Jóhannsson, Óskar Örn Hauksson, Björgólfur Takefusa, Guðmundur Benediktsson, Baldur Sigurðsson, Jordao Da Envarnacao T. Diogo.
Varamenn: Einar Andri Einarsson (M), Guðmundur Pétursson, Gunnar Kristjánsson, Ingólfur Sigurðsson, Gunnar Örn Jónsson, Prince Linval Reuben Mathilda, Eggert Rafn Einarsson.
Byrjunarlið Vals: Haraldur Björnsson - Steinþór Gíslason, Reynir Leósson, Atli Sveinn Þórarinsson, Sigurbjörn Örn Hreiðarsson, Baldur Bett, Hafþór Ægir Vilhjálmsson, Helgi Sigurðsson, Ian David Jeffs, Bjarni Ólafur Eiríksson, Marel Jóhann Baldvinsson.
Varamenn: Kjartan Sturluson (M), Guðmundur Viðar Mete, Pétur Georg Markan, Einar Marteinsson, Baldur Ingimar Aðalsteinsson, Guðmundur Steinn Hafsteinsson, Viktor Unnar Illugason.