Eyjamenn fengu dýrmætt stig gegn Keflvíkingum

Hætta við mark Eyjamanna í leiknum í kvöld.
Hætta við mark Eyjamanna í leiknum í kvöld. mbl.is/Sigfús Gunnar

ÍBV og Kefla­vík mætt­ust í úr­vals­deild karla í knatt­spyrnu, Pepsi-deild­inni, á Há­steinsvelli í Vest­manna­eyj­um klukk­an 19.15. Skemmti­leg­um leik lauk með jafn­tefli 2:2 en öll mörk­in voru skoruð í fyrri hálfleik. Fylgst var með gangi mála í beinni texta­lýs­ingu hér á mbl.is.

Byrj­un­arlið ÍBV: Elías Fann­ar Stefn­is­son - Pét­ur Run­ólfs­son, Eiður Aron Sig­ur­björns­son, Andrew Mwesigwa, Matt Garner - Ajay Leitch-Smith, Andri Ólafs­son, Chris Clements, Tonny Mawejje, August­ine Ns­umba, - Viðar Örn Kjart­ans­son.

Vara­menn: Al­bert Sæv­ars­son, Bjarni Rún­ar Ein­ars­son, Atli Guðjóns­son, Gauti Þor­varðar­son, Ingi Rafn Ingi­bergs­son, Elías Ingi Árna­son, Eg­ill Jó­hanns­son.

Byrj­un­arlið Kefla­vík­ur: Lasse Jörgensen - Guðjón Arni Ant­on­íus­son, Alen Su­tej, Bjarni Hólm Aðal­steins­son, Brynj­ar Guðmunds­son - Magnús Þor­steins­son, Ein­ar Ein­ars­son, Jón Gunn­ar Ey­steins­son, Hörður Sveins­son - Hauk­ur Ingi Guðna­son, Magnús Þórir Matth­ías­son. 

Vara­menn: Tóm­as Karl Kjart­ans­son, Árni Freyr Ásgeirs­son, Jó­hann B. Guðmunds­son, Bessi Víðis­son, Magnús Magnús­son, Þor­steinn Georgs­son, Stefán Örn Arn­ar­son.

Hauk­ur Ingi Guðna­son skoraði bæði mörk Kefl­vík­inga og kom þeim í 2:0 á 10. og 18. mín­útu. Miðverðirn­ir Eiður Aron Sig­ur­björns­son og Andri Ólafs­son jöfnuðu með skalla­mörk­um á 26. og 28. mín­útu. Sókn­ar­maður­inn Viðar Örn Kjart­ans­son fékk að líta rauða spjaldið hjá Kristni Jak­obs­syni vegna tveggja áminn­inga.

ÍBV 2:2 Kefla­vík opna loka
skorar Eiður Aron Sigurbjörnsson (26. mín.)
skorar Andri Ólafsson (28. mín.)
Mörk
skorar Haukur Ingi Guðnason (10. mín.)
skorar Haukur Ingi Guðnason (18. mín.)
fær gult spjald Andri Ólafsson (31. mín.)
fær gult spjald Viðar Örn Kjartansson (67. mín.)
fær gult spjald Viðar Örn Kjartansson (72. mín.)
fær rautt spjald Viðar Örn Kjartansson (72. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Bjarni Hólm Aðalsteinsson (58. mín.)
fær gult spjald Stefán Örn Arnarson (74. mín.)
mín.
90 Leik lokið
Leiknum er lokið og liðin fá sitt hvort stigið. Þrátt fyrir frábæra byrjun Keflvíkinga þá voru Eyjamenn snöggir að snúa taflinu sér í hag. Ekkert mark leit síðan dagsins ljós í síðari hálfleik og þá var baráttan í fyrirrúmi. Engu að síður einn skemmtilegasti leikur sumarsins að mati undirritaðs.
90 Chris Clements (ÍBV) á skot framhjá
Skot framhjá úr ágætu færi á vítateigslínu.
90 ÍBV fær hornspyrnu
89
Liðunum tekst ekki að gera sér mat úr sóknarlotum sínum í augnablikinu og allt útlit fyrir jafntefli í þessum fjöruga leik.
81 Tonny Mawejje (ÍBV) á skot sem er varið
Þrumuskot frá vítateigslínu en vel varið hjá Lasse.
80 Andri Ólafsson (ÍBV) á skot framhjá
Langt framhjá af mjög löngu færi.
79 Einar Orri Einarsson (Keflavík) á skot framhjá
Skot rétt fram hjá markinu úr ágætu færi á vítateigslínu.
78 Gauti Þorvarðarson (ÍBV) á skot sem er varið
Full laust og Lasse ekki í vandræðum.
77 Stefán Örn Arnarson (Keflavík) á skot sem er varið
Í ágætu færi vinstra megin í teignum en Elías Fannar var vel staðsettur.
76
Varamaðurinn Stefán Örn Arnarson hjá Keflavík er orðinn tæpur á rauða spjaldinu. "Haukur, farðu í hausinn á honum, þetta gengur ekki svona" kallaði Kristján þjálfari til sálfræðingsins Hauks Inga.
75 Gauti Þorvarðarson (ÍBV) kemur inn á
75 Augustine Nsumba (ÍBV) fer af velli
74 Stefán Örn Arnarson (Keflavík) fær gult spjald
Fyrir brot.
72 Viðar Örn Kjartansson (ÍBV) fær rautt spjald
Fékk sitt annað gula spjald fyrir mótmæli. Vildi fá aukaspyrnu þegar hann lenti í samstuði við varnarmann Keflvíkinga en Kristinn dæmdi ekkert.
72 Viðar Örn Kjartansson (ÍBV) fær gult spjald
70
Varamaðurinn Jóhann B. Guðmundsson ber nú fyrirliðabandið hjá Keflvíkingum þar sem Guðjón Árni fór út af.
69 Tómas Karl Kjartansson (Keflavík) kemur inn á
69 Guðjón Á. Antoníusson (Keflavík) fer af velli
Er meiddur.
69 Jóhann B. Guðmundsson (Keflavík) kemur inn á
69 Magnús S. Þorsteinsson (Keflavík) fer af velli
67 Viðar Örn Kjartansson (ÍBV) fær gult spjald
Fyrir brot.
67 Augustine Nsumba (ÍBV) á skot framhjá
Skot utan teigs en hátt yfir markið.
64
Leikmenn liðanna eru farnir að takast karlmannlega á mönnum er farið að hitna í hamsi. Kristinn Jakobsson hefur hins vegar góð tök á leiknum.
61 Viðar Örn Kjartansson (ÍBV) á skot framhjá
Skot utan teigs en yfir markið.
59 Ajay Leitch-Smith (ÍBV) á skot sem er varið
Beint á Lasse.
58 Bjarni Hólm Aðalsteinsson (Keflavík) fær gult spjald
Fyrir að brjóta á Nsumba rétt utan vítateigs.
56 Stefán Örn Arnarson (Keflavík) kemur inn á
56 Magnús Þ. Matthíasson (Keflavík) fer af velli
54 Keflavík fær hornspyrnu
53 Viðar Örn Kjartansson (ÍBV) á skot framhjá
Með vinstri fæti. Ónákvæmt auk þess of laust.
52 Jón Gunnar Eysteinsson (Keflavík) á skot framhjá
Af löngu færi.
52 Keflavík fær hornspyrnu
49 Tonny Mawejje (ÍBV) á skot framhjá
Óhræddur við að skjóta á markið en htti ekki rammann í þetta skiptið.
46
Síðari hálfleikur er hafinn og Eyjamenn leika nú í áttina að dalnum.
45 Hálfleikur
Kristinn Jakobsson flautar til leikhlés. Frábærum fyrri hálfleik er lokið þar sem Keflvíkingar voru mun betri til þess að byrja með en Eyjamenn snéru taflinu sér í hag og höfðu öll völd á vellinum síðustu tuttugu mínútur hálfleiksins.
42 Pétur Runólfsson (ÍBV) á skot framhjá
Vann boltann á vítateigshorni en hitti boltann illa og skotið framhjá nærstönginni.
41 ÍBV fær hornspyrnu
Frískir Eyjamanna sækja nú stíft að marki Keflvíkinga sem eiga fullt í fangi með að verjast áganginum.
40 ÍBV fær hornspyrnu
39 ÍBV fær hornspyrnu
36 ÍBV fær hornspyrnu
36 Tonny Mawejje (ÍBV) á skot sem er varið
Þvílíkur þrumufleygur frá Tonny af 25 metra færi en Lasse varði með tilþrifum.
35 Guðjón Á. Antoníusson (Keflavík) á skot sem er varið
Fyrirliðinn í góðu færi hægra megin í teignum eftir fyrirgjöf Harðar frá vinstri. Guðjón hitti boltann hins vegar illa.
34 Andri Ólafsson (ÍBV) á skalla sem er varinn
Hörkuskalla frá Andra eftir hornspyrnuna en Brynjar varði á marklínu og virtist vera með fullt vald á því sem var að gerast.
34 ÍBV fær hornspyrnu
31 Andri Ólafsson (ÍBV) fær gult spjald
Fyrir að stöðva hraða sókn gestanna.
28 MARK! Andri Ólafsson (ÍBV) skorar
Glæsilegt skallamark hjá fyrirliðanum. Kom á fleygiferð inn í vítateiginn á móti aukaspyrnu Garners frá hægri. Oft er fjör í Eyjum segir einhvers staðar. 2:2 og ekki liðinn hálftími af leiknum.
26 MARK! Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV) skorar
Vænkast nú hagur heimamanna. Eiður Aron skallaði knöttinn í netið af mjög stuttu færi eftir góða hornspyrnu Chris Clements frá vinstri. Fyrsta mark Eiðs í efstu deild.
26 ÍBV fær hornspyrnu
25 Viðar Örn Kjartansson (ÍBV) á skot framhjá
Ágætt skot frá vítateigslínu en framhjá.
21
Bjarni Hólm fær aðhlynningu utan hliðarlínu og framhandleggurinn er mjög bólginn. Hann virðist ætla að halda á fram leik með vafning um handlegginn.
19 Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV) á skot sem er varið
Eiður komst í gott færi á markteigshorninu hægra megin en Alen Sutej renndi sér fyrir skotið á síðustu stundu og bjargaði málunum.
18 MARK! Haukur Ingi Guðnason (Keflavík) skorar
Haukur vann boltann óvænt af varnarmanni ÍBV, komst inn í teiginn hægra megin og renndi boltanum í fjærhornið, stöngin og inn.
17 Bjarni Hólm Aðalsteinsson (Keflavík) á skalla sem er varinn
Hörkuskalli frá Bjarna eftir hornspyrnu Magnúsar Þorsteinssonar en Tonny Mawejje bjargaði glæsilega á marklínu.
17 Keflavík fær hornspyrnu
16
Clements fékk upplagt skotfæri rétt fyrir utan vítateig Keflvíkinga. Var hins vegar of lengi að leggja boltann fyrir sig og varnarmenn komust fyrir skotið.
13 Tonny Mawejje (ÍBV) á skot framhjá
Skot af löngu færi og langt framhjá markinu
10 MARK! Haukur Ingi Guðnason (Keflavík) skorar
Potaði boltanum í opið markið eftir að Elías Fannar varði frá Magnúsi Matthíassyni. Magnús Þorsteinsson fékk boltann á vinstri kantinum og gaf boltann fyrir markið þar sem hann féll fyrir nafna hans Matthíasson.
7 Ajay Leitch-Smith (ÍBV) á skot sem er varið
Smith óð inn í vítateiginn hægra megin eftir góða sendingu frá Tonny en Lasse markvörður var eldsnöggur út úr markinu og lokaði vel á Smith.
6 Augustine Nsumba (ÍBV) á skot framhjá
Fékk að rekja boltann að vítateig Keflvíkinga og lét vaða á markið. Ágætt skot en framhjá.
4
Nokkrir stuðningsmenn baula á Bjarna Hólm leikmann Keflvíkinga og fyrrum leikmann ÍBV. Kemur nokkuð á óvart því ekki er vitað til þess að viðskilnaður Eyjamanna og Bjarna hafi verið harður.
3 Bjarni Hólm Aðalsteinsson (Keflavík) á skot sem er varið
Reyndi að stýra boltanum í markið úr teignum eftir misheppnað skot Guns Gunnars en skotið var allt of laust.
2 Keflavík fær hornspyrnu
1 Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn og heimamenn byrja með boltann. ÍBV leikur í áttina að bænum en Keflvíkingar í áttina að dalnum.
0
Elías Fannar Stefnisson heldur stöðu sinni í marki Eyjamanna en hann tók stöðu Alberts Sævarssonar í bikarleiknum gegn FH á dögunum.
0
Puma sveitin, stuðningsmannafélag Keflvíkinga, eru mættir á áhorfendapallana og eru byrjaðir að láta í sér heyra. Þeir hafa víst verið í Eyjum alla helgina og ættu því að vera búnir að hita vel upp fyrir leikinn.
0
Þrjá leikmenn vantar í lið Eyjamanna. Þórarinn Ingi Valdimarsson er í leikbanni en þeir Yngvi Borgþórsson og Arnór Ólafsson eru meiddir. Egill Jóhannsson hefur verið kallaður úr láni hjá KFS og er í hópnum en hann er bróðir Atla í KR.
0
Keflvíkingar sakna einnig Danans Nicolai Jörgensens sem meiddist gegn Valletta í vikunni. Brynjar Guðmundsson tekur stöðu hans í vinstri bakverðinum.
0
Dómaratríóð mætti til leiks um 90 mínútum fyrir leik í sínustu fínasta pússi; jakkaföt og bindi. Spígsporuðu þeir um Hásteinsvöll dálitla stund og gerði Kristinn Jakobsson athugasemdir við merkingu vallarins. Starfsmenn ÍBV gengu rösklega til verka og kipptu þessu í liðinn.
0
Keflvíkingar komu til Vestmannaeyja án Færeyingsins snjalla Símuns Samulsen sem er meiddur. Keflvíkingar geta því ekki stillt upp þremur af sínum sterkustu miðjumönnum því Hólmar Örn Rúnarsson er enn meiddur og Jóhann B. Guðmundsson er á varamannabekknum og mun líklega spila síðustu 30 mínúturnar.
0
Þetta er 58. viðureign ÍBV og Keflavíkur í efstu deild og nokkurt jafnræði er með liðunum. ÍBV hefur unnið 24 leiki, þar af 16 í Eyjum, en Keflavík hefur unnið 22 leiki, þar af 12 á heimavelli og einn á hlutlausum velli.
0
ÍBV og Keflavík mættust síðast í efstu deild árið 2006. ÍBV vann í Eyjum, 2:1, þar sem Páll Hjarðar skoraði sigurmarkið en Keflavík hefndi með 6:2 sigri á sínum heimavelli þar sem Stefán Örn Arnarson og Þórarinn Kristjánsson gerðu tvö mörk hvor.
0
Keflavík er í 6. sæti deildarinnar með 18 stig en ÍBV er í 11. og næstneðsta sæti með 6 stig.
Sjá meira
Sjá allt

ÍBV: (M), .
Varamenn: (M), .

Keflavík: (M), .
Varamenn: (M), .

Skot: Keflavík 8 (6) - ÍBV 19 (9)
Horn: Keflavík 4 - ÍBV 7.

Lýsandi:
Völlur: Hásteinsvöllur

Leikur hefst
12. júlí 2009 19:15

Aðstæður:
Kjöraðstæður til knattspyrnuiðkunar. Mjög hægur vindur, skýjað, 12 stiga hiti og völlurinn frábær.

Dómari: Kristinn Jakobsson
Aðstoðardómarar: Jóhann Gunnar Guðmundsson og Andri Vigfússon

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert