Eyjamenn fengu dýrmætt stig gegn Keflvíkingum

Hætta við mark Eyjamanna í leiknum í kvöld.
Hætta við mark Eyjamanna í leiknum í kvöld. mbl.is/Sigfús Gunnar

ÍBV og Keflavík mættust í úrvalsdeild karla í knattspyrnu, Pepsi-deildinni, á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum klukkan 19.15. Skemmtilegum leik lauk með jafntefli 2:2 en öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Byrjunarlið ÍBV: Elías Fannar Stefnisson - Pétur Runólfsson, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Andrew Mwesigwa, Matt Garner - Ajay Leitch-Smith, Andri Ólafsson, Chris Clements, Tonny Mawejje, Augustine Nsumba, - Viðar Örn Kjartansson.

Varamenn: Albert Sævarsson, Bjarni Rúnar Einarsson, Atli Guðjónsson, Gauti Þorvarðarson, Ingi Rafn Ingibergsson, Elías Ingi Árnason, Egill Jóhannsson.

Byrjunarlið Keflavíkur: Lasse Jörgensen - Guðjón Arni Antoníusson, Alen Sutej, Bjarni Hólm Aðalsteinsson, Brynjar Guðmundsson - Magnús Þorsteinsson, Einar Einarsson, Jón Gunnar Eysteinsson, Hörður Sveinsson - Haukur Ingi Guðnason, Magnús Þórir Matthíasson. 

Varamenn: Tómas Karl Kjartansson, Árni Freyr Ásgeirsson, Jóhann B. Guðmundsson, Bessi Víðisson, Magnús Magnússon, Þorsteinn Georgsson, Stefán Örn Arnarson.

Haukur Ingi Guðnason skoraði bæði mörk Keflvíkinga og kom þeim í 2:0 á 10. og 18. mínútu. Miðverðirnir Eiður Aron Sigurbjörnsson og Andri Ólafsson jöfnuðu með skallamörkum á 26. og 28. mínútu. Sóknarmaðurinn Viðar Örn Kjartansson fékk að líta rauða spjaldið hjá Kristni Jakobssyni vegna tveggja áminninga.

ÍBV 2:2 Keflavík opna loka
90. mín. Leik lokið Leiknum er lokið og liðin fá sitt hvort stigið. Þrátt fyrir frábæra byrjun Keflvíkinga þá voru Eyjamenn snöggir að snúa taflinu sér í hag. Ekkert mark leit síðan dagsins ljós í síðari hálfleik og þá var baráttan í fyrirrúmi. Engu að síður einn skemmtilegasti leikur sumarsins að mati undirritaðs.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert