Fram lagði Þróttara á Valbjarnarvelli

Paul McShane, Framari, leikur á Þróttara í leiknum í kvöld.
Paul McShane, Framari, leikur á Þróttara í leiknum í kvöld. mbl.is/Golli

Fram sigraði Þrótt, 3:1, í úrvalsdeild karla í knattspyrnu, Pepsi-deildinni, á Valbjarnarvellinum í kvöld. Framarar eru þar með komnir með 14 stig um miðja deildina en Þróttarar sitja áfram á botninum.

Staðan var 0:0 í hálfleik. Daði Guðmundsson og Hjálmar Þórarinsson komu Fram í 2:0, Morten Smidt minnkaði muninn í 2:1 en Heiðar Geir Júlíusson innsiglaði sigurinn í uppbótartíma. 

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Lið Þróttar: Sindri Snær Jensson, Jón Ragnar Jónsson, Runólfur Sigmundsson, Kristján Ómar Björnsson, Birkir Pálsson, Magnús Már Lúðvíksson, Oddur Ingi Guðmundsson, Dennis Danry, Rafn Andri Haraldsson, Morten Smidt, Davíð Þór Rúnarsson.
Varamenn: Henryk Bödker, Eysteinn Pétur Lárusson, Oddur Björnsson, Andrés Vilhjálmsson, Ingvi Sveinsson, Rúnar Guðbjartsson, Trausti Eiríksson.

Lið Fram: Hannes Þór Halldórsson, Daði Guðmundsson, Auðun Helgason, Kristján Hauksson, Samuel Tillen, Paul McShane, Jón Orri Ólafsson, Heiðar Geir Júlíusson, Joe Tillen, Almarr Ormarsson, Hjálmar Þórarinsson.
Varamenn: Ögmundur Kristinsson, Ingvar Þór Ólason, Hlynur Atli Magnússon, Björn Orri Hermannsson, Alexander V. Þórarinsson, Guðmundur Magnússon, Jón Guðni Fjóluson.

Þróttur R. 1:3 Fram opna loka
90. mín. Paul McShane (Fram) fær víti Vítaspyrna á Þrótt á 2. mínútu í uppbótartíma. Paul McShane var felldur eftir skyndisókn.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert