Kristinn tryggði Blikum sigur

Orri Freyr Hjaltalín, Grindavík, og Arnar Grétarsson, Breiðabliki, í leiknum …
Orri Freyr Hjaltalín, Grindavík, og Arnar Grétarsson, Breiðabliki, í leiknum í kvöld. mbl.is/Víkurfréttir

Breiðablik sótti þrjú stig til Grindavíkur í kvöld í Pepsideild karla í knattspyrnu. Kristinn Steindórsson skoraði eina mark leiksins í seinni hálfleik. Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Ingvar Þór Kale markvörður Blika meiddist á 69. mínútu og kom Sigmar Ingi Sigurðarson í markið í hans stað í sínum fyrsta leik í efstu deild fyrir Blika.

Byrjunarlið Grindavíkur: Óskar Pétursson - Óli Baldur Bjarnason, Zoran Stamenic, Bogi Rafn Einarsson, Ray Anthony Jónsson - Jóhann Helgason, Scott Ramsay, Orri Freyr Hjaltalín - Jósef Kristinn Jósefsson, Þórarinn Brynjar Kristjánsson, Gilles Mbang Ondo.
Varamenn: Páll Guðmundsson, Eysteinn Húni Hauksson, Benóný Þórhallsson, Gunnar Þorsteinsson, Emil Daði Símonarson, Vilmundur Þór Jónasson, Óttar Steinn Magnússon.

Byrjunarlið Breiðabliks: Ingvar Þór Kale - Árni Kristinn Gunnarsson, Kári Ársælsson, Elfar Freyr Helgason, Kristinn Jónsson - Andri Rafn Yeoman, Finnur Orri Margeirsson, Arnar Grétarsson - Olgeir Sigurgeirsson, Alfreð Finnbogason, Kristinn Steindórsson.
Varamenn: Haukur Baldvinsson, Arnar Sigurðsson, Guðmann Þórisson, Guðjón Gunnarsson, Aron Már Smárason, Sigmar Ingi Sigurðarson, Tómas Óli Garðarsson.

Grindavík 0:1 Breiðablik opna loka
90. mín. Leik lokið Blikar vinna sinn fyrsta sigur í Grindavík í efstu deild.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert