Hjörtur á leið frá Þrótti

Hjörtur Hjartarson skiptir væntanlega um félag í vikunni.
Hjörtur Hjartarson skiptir væntanlega um félag í vikunni. mbl.is/Ómar

Útlit er fyrir að Hjörtur Hjartarson, sóknarmaður Þróttar í úrvalsdeildinni í knattspyrnu, hafi leikið sinn síðasta leik fyrir félagið.

Hjörtur var ekki í leikmannahópnum gegn Fram í gærkvöld þar sem hann gat ekki æft síðustu dagana fyrir leik vegna vinnu sinnar sem íþróttafréttamaður hjá RÚV.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun Hjörtur skipta um félag þegar opnað verður fyrir félagaskiptin á morgun en hann er orðaður við ÍA og Selfoss.

Hjörtur hefur gert tvö mörk í níu leikjum með Þrótti í úrvalsdeildinni í sumar. Í fyrra var hann markahæsti leikmaður liðsins með 8 mörk og árið 2007 varð hann markakóngur 1. deildar með 18 mörk.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert