Grindvíkingar unnu 4:2 sigur á Stjörnunni á Grindavíkurvelli í kvöld í 12. umferð Pepsideildar karla í knattspyrnu. Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.
Jóhann Laxdal kom Stjörnunni yfir strax á 1. mínútu en Óli Baldur Bjarnason jafnaði fyrir Grindavík á 58. mínútu. Hann lagði svo upp mark Gilles Mbang Ondo fjórum mínútum síðar og Zoran Staminic kom Grindavík í 3:1 á 77. mínútu. Arnar Már Björgvinsson minnkaði muninn á 80. mínútu en Scott Ramsay gerði síðasta mark leiksins tveimur mínútum síðar.
Grindvíkingar komu sér þar með upp fyrir Fjölni og eru með 11 stig í 9. sæti en Stjarnan er með 20 stig í þriðja sæti, fjórum stigum á eftir KR en á tvo leiki til góða.
Grindavík: Óskar Pétursson, Ray Anthony Jónsson, Scott Ramsay, Þórarinn Kristjánsson, Eysteinn Húni Hauksson, Orri Freyr Hjaltalín, Zoran Stamenic, Bogi Rafn Einarsson, Gilles Mbang Ondo, Jósef Kristinn Jósefsson, Óli Stefán Flóventsson.
Varamenn: Óli Baldur Bjarnason, Páll Guðmundsson, Helgi Már Helgason, Sylvian Soumare, Emil Daði Símonarson, Vilmundur Þór Jónasson, Óttar Steinn Magnússon.
Stjarnan: Bjarni Þórður Halldórsson, Tryggvi Bjarnason, Björn Pálsson, Guðni Rúnar Helgason, Magnús Björgvinsson, Andri Sigurjónsson, Daníel Laxdal, Birgir Hrafn Birgisson, Ellert Hreinsson, Hafsteinn Rúnar Helgason.
Varamenn: Kjartan Ólafsson, Sindri Már Sigurþórsson, Bjarki Páll Eysteinsson, Richard Hurlin, Arnar Már Björgvinsson, Heiðar Atli Emilsson, Baldvin Sturluson.