ÍBV á botninn eftir jafntefli við Fram

Ívar Björnsson úr Fram í baráttu við Yngva Borgþórsson og …
Ívar Björnsson úr Fram í baráttu við Yngva Borgþórsson og Andrew Mwesigwa úr ÍBV í fyrri leik liðanna. mbl.is/Eggert

ÍBV og Fram skildu jöfn, 1:1, í úrvalsdeild karla í knattspyrnu, Pepsi-deildinni, á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í kvöld. Framarar lyftu sér uppí 7. sæti deildarinnar með 15 stig en ÍBV færðist niður í neðsta sætið þrátt fyrir að fara uppí 8 stig.

Ajay Leitch-Smith kom ÍBV yfir en Ívar Björnsson jafnaði fyrir fram skömmu fyrir hlé og þar við sat.

Lið ÍBV: Elías Fannar Stefnisson, Pétur Runólfsson, Andrew Mwesigwa, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Matt Garner, Tonny Mawejje, Andri Ólafsson, Chris Clements, Augustine Nsumba, Gauti Þorvarðarson, Ajay Leitch-Smith.
Varamenn: Albert Sævarsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Yngvi Borgþórsson, Bjarni Rúnar Einarsson, Egill Jóhannsson, Atli Guðjónsson, Ingi Rafn Ingibergsson.

Lið Fram: Hannes Þór Halldórsson, Daði Guðmundsson, Kristján Hauksson, Auðun Helgason, Jón Guðni Fjóluson, Heiðar Geir Júlíusson, Ingvar Þór Ólason, Halldór Hermann Jónsson, Joe Tillen, Almarr Ormarsson, Ívar Björnsson.
Varamenn: Ögmundur Kristinsson, Paul McShane, Sam Tillen, Hjálmar Þórarinsson, Hlynur Atli Magnússon, Björn Orri Hermannsson, Guðmundur Magnússon.

ÍBV 1:1 Fram opna loka
90. mín. Síðustu mínútur hafa leikmenn beggja liða tekið við sér og spilað af krafti eftir mjög svo daufan fyrri hálfleik. Líklega er það þó of seint enda aðeins uppbótartími eftir.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert