Þrír leikir í Pepsideildinni í kvöld

Atli Eðvaldsson og Þorgrímur Þráinsson hjá Val, sem taka á …
Atli Eðvaldsson og Þorgrímur Þráinsson hjá Val, sem taka á móti Fylki í kvöld. Morgunblaðið/ Golli

Þrír leikir fara fram í Pepsideild karla í knattspyrnu í kvöld. Leikur ÍBV og Fram sem fara átti fram á sunnudag, var frestað til dagsins í dag vegna Evrópuleiks Framara og fer fram á Hásteinsvelli klukkan 19.15. Einnig klukkan 19.15 er viðureign Þróttar og Beiðabliks á Valbjarnarvelli, en klukkan 20 eigast við Valur og Fylkir að Hlíðarenda.

ÍBV er í 11. og næstneðsta sæti deildarinnar með sjö stig eftir 11 leiki, en Fram er í 8. sæti með 14 stig.

Þróttur er neðst í deildinni með aðeins fimm stig, en Breiðablik er í 7. sæti með 15 stig.

Valur, sem teflir fram Arnari Gunnlaugssyni í framlínunni í kvöld, er í 6. sæti með 19 stig, en Fylkir er í 4. sæti 20 stig.

Öllum leikjunum verður lýst í beinni veflýsingu á mbl.is og nánar fjallað um þá í Morgunblaðinu á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert