Þróttarar unnu stórsigur á Blikum

Kristinn Jónsson og Davíð Þór Rúnarsson eigast við í fyrri …
Kristinn Jónsson og Davíð Þór Rúnarsson eigast við í fyrri leik liðanna. mbl.is/Eggert

Þrótt­ur R. vann stór­sig­ur á Breiðabliki, 4:0,  í úr­vals­deild karla í knatt­spyrnu, Pepsi-deild­inni, á Val­bjarn­ar­velli í Laug­ar­dal í kvöld. Þrótt­ar­ar komust með sigr­in­um úr neðsta sæt­inu en Fjöln­ir, Þrótt­ur og ÍBV eru nú öll jöfn með 8 stig á botn­in­um. Blikar duttu niður í 8. sætið við þessi úr­slit og eru áfram með 15 stig.

Hauk­ur Páll Sig­urðsson skoraði tví­veg­is fyr­ir Þrótt­ara og þeir Denn­is Dan­ry og Morten Smidt gerðu sitt markið hvor.

Lið Þrótt­ar: Sindri Snær Jens­son, Hall­ur Halls­son, Hauk­ur Páll Sig­urðsson, Morten Smidt, Samu­el Mal­som, Rafn Andri Har­alds­son, Magnús Már Lúðvíks­son, Denn­is Dan­ry, Kristján Ómar Björns­son, Jón Ragn­ar Jóns­son, Dus­an Iv­kovic.
Vara­menn: Henrik Böd­ker, Run­ólf­ur Sig­munds­son, Birk­ir Páls­son, Mi­los Tanasic, Odd­ur Björns­son, Andrés Vil­hjálms­son, Ingvi Sveins­son.

Lið Breiðabliks: Sig­mar Ingi Sig­urðar­son, Finn­ur Orri Mar­geirs­son, Kári Ársæls­son, Krist­inn Stein­dórs­son, Arn­ar Grét­ars­son, Al­freð Finn­boga­son, Ol­geir Sig­ur­geirs­son, Elv­ar Freyr Helga­son, Krist­inn Jóns­son, Arn­ór Sveinn Aðal­steins­son, Andri Rafn Yeom­an.
Vara­menn: Árni Krist­inn Gunn­ars­son, Hauk­ur Bald­vins­son, Vign­ir Jó­hann­es­son, Guðmann Þóris­son, Guðmund­ur Kristjáns­son, Guðmund­ur Pét­urs­son, Tóm­as Óli Garðars­son.

Þrótt­ur R. 4:0 Breiðablik opna loka
skorar Dennis Danry (18. mín.)
skorar Haukur Páll Sigurðsson (34. mín.)
skorar Morten Smidt (55. mín.)
skorar Haukur Páll Sigurðsson (74. mín.)
Mörk
fær gult spjald Rafn Andri Haraldsson (12. mín.)
fær gult spjald Kristján Ómar Björnsson (31. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Andri Rafn Yeoman (89. mín.)
mín.
90 Leik lokið
+3 Stórsigur Þróttara í höfn, 4:0, og þeir hefja seinni umferðina heldur betur með látum.
90 Breiðablik fær hornspyrnu
+3
90 Guðmundur Kristjánsson (Breiðablik) á skalla sem fer framhjá
eftir fyrirgjöf Arnórs Sveins Aðalsteinssonar.
89 Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) fær gult spjald
fyrir brot á Oddi Inga
87 Þróttur R. fær hornspyrnu
83 Þróttur R. fær hornspyrnu
83 Rafn Andri Haraldsson (Þróttur R.) á skot sem er varið
fylgdi á eftir þegar skallinn frá Ivkovic var varinn.
83 Dusan Ivkovic (Þróttur R.) á skalla sem er varinn
83 Þróttur R. fær hornspyrnu
83 Guðmann Þórisson (Breiðablik) kemur inn á
83 Kristinn Steindórsson (Breiðablik) fer af velli
81 Breiðablik fær hornspyrnu
80 Oddur Ingi Guðmundsson (Þróttur R.) kemur inn á
80 Magnús Már Lúðvíksson (Þróttur R.) fer af velli
80 Oddur Björnsson (Þróttur R.) kemur inn á
80 Morten Smidt (Þróttur R.) fer af velli
80 Kristinn Steindórsson (Breiðablik) á skot framhjá
hátt yfir Þróttarmarkið í þetta sinn.
78 Kristinn Steindórsson (Breiðablik) á skot sem er varið
ágætis skot en Sindri varði örugglega.
77 Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) á skot sem er varið
skaut utan vítateigs og beint á Sindra í marki Þróttar.
74 MARK! Haukur Páll Sigurðsson (Þróttur R.) skorar
Rafn Andri Haraldsson var með boltann rétt utan vítateigs Blika og reyndi sendingu. Boltinn fór í varnarmann og hrökk til Hauks Páls sem var aðeins fyrir utan vítateigslínuna og afgreiddi boltann með óvæntu en frábæru skoti uppí hægra markhornið. Staðan 4:0 og ljóst að annar sigur Þróttar í sumar er að komast í örugga höfn.
72 Haukur Páll Sigurðsson (Þróttur R.) á skot sem er varið
laust skot frá vítateig og auðvelt viðureignar fyrir Sigmar í marki Blika.
70 Andrés Vilhjálmsson (Þróttur R.) kemur inn á
70 Samuel Malsom (Þróttur R.) fer af velli
69 Guðmundur Pétursson (Breiðablik) á skalla sem fer framhjá
eftir góða fyrirgjöf Kristins Jónssonar.
68 Guðmundur Kristjánsson (Breiðablik) kemur inn á
68 Alfreð Finnbogason (Breiðablik) fer af velli
68 Kristinn Steindórsson (Breiðablik) á skalla sem fer framhjá
eftir fyrirgjöf frá Andra Rafni Yeoman.
66 Breiðablik fær hornspyrnu
65 Breiðablik fær hornspyrnu
65 Samuel Malsom (Þróttur R.) á skot framhjá
lélegt skot Englendingsins utan vítateigs.
64 Breiðablik fær hornspyrnu
60 Arnar Grétarsson (Breiðablik) á skot framhjá
ansi mislukkað skot og vel framhjá Þróttarmarkinu.
59 Breiðablik fær hornspyrnu
59 Arnar Grétarsson (Breiðablik) á skot sem er varið
skot úr aukaspyrnu, í varnarvegginn og yfir mark Þróttar.
57 Guðmundur Pétursson (Breiðablik) kemur inn á
Guðmundur kemur inná í sínum fyrsta leik með Blikum, en hann er í láni frá KR. Finnur Orri fer í miðvarðarstöðuna í stað Kára.
57 Kári Ársælsson (Breiðablik) fer af velli
56 Morten Smidt (Þróttur R.) á skot í stöng
Smith var hársbreidd frá því að koma Þrótti í 4:0. Hann komst inní sendingu Finns Orra, klobbaði Kára Ársælsson og þrumaði boltanum í innanverða stöngina á marki Blika!
55 MARK! Morten Smidt (Þróttur R.) skorar
Fyrsta sókn Þróttara í seinni hálfleik skilaði marki. Magnús Már Lúðvíksson fíflaði Finn Orra Margeirsson og renndi boltanum síðan til hægri á Morten sem skoraði úr þröngu færi, 3:0.
47 Breiðablik fær hornspyrnu
Blikar byrja seinni hálfleik af krafti og freista þess að þjarma að Þrótturum.
47 Alfreð Finnbogason (Breiðablik) á skot sem er varið
tók boltann á lofti í vítateig Þróttar en þrumaði honum í Dusan Ivkovic varnarmann og þaðan í horn.
46 Leikur hafinn
45 Hálfleikur
Þróttarar með vænlega stöðu, 2:0, og eygja annan sigur sinn á sumrinu.
45 Kristinn Jónsson (Breiðablik) á skot framhjá
skaut rétt framhjá úr aukaspyrnu fimm metrum utan vítateigs Þróttar.
42 Breiðablik fær hornspyrnu
Blikar hafa verið nánast slegnir útaf laginu við að fá á sig mark númer tvö og hafa ekkert komist áleiðis. Þróttarar eru rólegir og sáttir við stöðuna eins og hún er núna.
34 MARK! Haukur Páll Sigurðsson (Þróttur R.) skorar
Sigmar markvörður Blika gerði sig sekan um hræðileg mistök. Hann ætlaði að taka boltann upp rétt innan vítateigs en var of seinn, Haukur Páll hirti af honum boltann og skoraði auðveldlega, 2:0.
33 Samuel Malsom (Þróttur R.) á skot framhjá
Nýi Englendingurinn gerir vart við sig og á skot utan vítateigs en í hliðarnet Blikamarksins.
31 Elfar Freyr Helgason (Breiðablik) á skalla í þverslá
hörkuskalli Elfars í miðja þverslána eftir aukaspyrnu Arnars Grétarssonar.
31 Kristján Ómar Björnsson (Þróttur R.) fær gult spjald
fyrir brot
28 Breiðablik fær hornspyrnu
27 Breiðablik fær hornspyrnu
27 Arnar Grétarsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Arnar fékk sendingu frá Alfreð Finnbogasyni og var í frábæru færi með nógan tíma en Hallur Hallsson náði að kasta sér fyrir hann og verja skotið.
25
Leikurinn hefur verið jafn fyrstu 25 mínúturnar. Blikarnir byrjuðu betur en síðan hefur verið jafnræði með liðunum. Mark Danans Dennis Danrys skilur liðin að.
18 MARK! Dennis Danry (Þróttur R.) skorar
Danry skallaði boltann í netið, ódekkaður á fjærstöng, eftir hornspyrnu Magnúsar Más Lúðvíkssonar. Þróttarar komnir í 1:0.
17 Þróttur R. fær hornspyrnu
16 Haukur Páll Sigurðsson (Þróttur R.) á skalla sem fer framhjá
skallaði rétt framhjá Blikamarkinu eftir aukaspyrnu.
14 Breiðablik fær hornspyrnu
12 Alfreð Finnbogason (Breiðablik) á skot framhjá
Alfreð tók aukaspyrnuna, laust skot og rétt yfir þverslána.
12 Rafn Andri Haraldsson (Þróttur R.) fær gult spjald
Rafn Andri fékk gula spjaldið fyrir að toga í Andra Rafn (!) í vítaboga Þróttara. Aukaspyrna á stórhættulegum stað.
9 Alfreð Finnbogason (Breiðablik) á skot sem er varið
Andri Rafn Yeoman átti stungusendingu á Alfreð sem var í dauðafæri, einn gegn Sindra Snæ markverði Þróttar, sem varð skot hans.
4 Breiðablik fær hornspyrnu
2
Ekkert netsamband er á Valbjarnarvelli sem stendur og atvik leiksins verða því uppfærð á nokkurra mínútna fresti.
1 Breiðablik fær hornspyrnu
1 Leikur hafinn
0
Sigmar Ingi Sigurðarson markvörður er í fyrsta skipti í byrjunarliði Breiðabliks í efstu deild. Hann kom inná fyrir Ingvar Þór Kale í síðasta leik, gegn Grindavík, en Ingvar varð þá fyrir meiðslum.
0
Nýju mennirnir Dusan Ivkovic og Samuel Malsom fara beint í byrjunarlið Þróttar en Milos Tanasic er á bekknum.
0
Sóknarmaðurinn Guðmundur Pétursson er kominn til Breiðabliks á láni frá KR en svo skemmtilega vill til að hann var hársbreidd frá því að fara til Þróttar.
0
Þróttarar hafa bætt við sig þremur nýjum leikmönnum frá því í síðustu umferð. Englendingurinn Samuel Malsom og Serbarnir Milos Tanasic og Dusan Ivkovic eru allir komnir með leikheimild. Malsom kom frá B36 í Færeyjum en Serbarnir frá Njarðvík. Þá er Hjörtur Hjartarson genginn í raðir Selfoss.
0
Breiðablik vann Þrótt, 2:1, í 1. umferð deildarinnar í vor. Kristinn Steindórsson og Alfreð Finnbogason skoruðu fyrir Blika en Hjörtur Júlíus Hjartarson gerði mark Þróttar.
0
Breiðablik er í 7. sæti deildarinnar með 15 stig en Þróttur er í 12. og neðsta sætinu með 5 stig.
Sjá meira
Sjá allt

Þróttur R.: (M), .
Varamenn: (M), .

Breiðablik: (M), .
Varamenn: (M), .

Skot: Breiðablik 14 (7) - Þróttur R. 11 (8)
Horn: Breiðablik 13 - Þróttur R. 4.

Lýsandi:
Völlur: Valbjarnarvöllur

Leikur hefst
20. júlí 2009 19:15

Aðstæður:

Dómari: Kristinn Jakobsson
Aðstoðardómarar: Jóhann Gunnar Guðmundsson og Viðar Helgason

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert