Þróttur R. vann stórsigur á Breiðabliki, 4:0, í úrvalsdeild karla í knattspyrnu, Pepsi-deildinni, á Valbjarnarvelli í Laugardal í kvöld. Þróttarar komust með sigrinum úr neðsta sætinu en Fjölnir, Þróttur og ÍBV eru nú öll jöfn með 8 stig á botninum. Blikar duttu niður í 8. sætið við þessi úrslit og eru áfram með 15 stig.
Haukur Páll Sigurðsson skoraði tvívegis fyrir Þróttara og þeir Dennis Danry og Morten Smidt gerðu sitt markið hvor.
Lið Þróttar: Sindri Snær Jensson, Hallur Hallsson, Haukur Páll Sigurðsson, Morten Smidt, Samuel Malsom, Rafn Andri Haraldsson, Magnús Már Lúðvíksson, Dennis Danry, Kristján Ómar Björnsson, Jón Ragnar Jónsson, Dusan Ivkovic.
Varamenn: Henrik Bödker, Runólfur Sigmundsson, Birkir Pálsson, Milos Tanasic, Oddur Björnsson, Andrés Vilhjálmsson, Ingvi Sveinsson.
Lið Breiðabliks: Sigmar Ingi Sigurðarson, Finnur Orri Margeirsson, Kári Ársælsson, Kristinn Steindórsson, Arnar Grétarsson, Alfreð Finnbogason, Olgeir Sigurgeirsson, Elvar Freyr Helgason, Kristinn Jónsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Andri Rafn Yeoman.
Varamenn: Árni Kristinn Gunnarsson, Haukur Baldvinsson, Vignir Jóhannesson, Guðmann Þórisson, Guðmundur Kristjánsson, Guðmundur Pétursson, Tómas Óli Garðarsson.