ÍBV sigraði Stjörnuna, 1:0, í úrvalsdeild karla í knattspyrnu, Pepsi-deildinni, á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í kvöld og með því komust Eyjamenn úr fallsæti deildarinnar.
Andri Ólafsson skoraði sigurmarkið á síðustu andartökum fyrri hálfleiks en ÍBV er nú komið uppí 9. sætið með 14 stig. Stjarnan er áfram í 3. sætinu með 23 stig.
Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is og fjallað er ítarlega um leikinn í íþróttablaði Morgunblaðsins í fyrramálið.
Lið ÍBV: Albert Sævarsson, Arnór Ólafsson, Andrew Mwesigwa, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Matt Garner, Tonny Mawejje, Pétur Runólfsson, Andri Ólafsson, Chris Clements, Augustine Nsumba, Ajay Leitch-Smith.
Varamenn: Þórarinn Ingi Valdimarsson, Yngvi Borgþórsson, Viðar Örn Kjartansson, Bjarni Rúnar Einarsson, Atli Guðjónsson, Gauti Þorvarðarson, Elías Fannar Stefnisson.
Lið Stjörnunnar: Bjarni Þ. Halldórsson, Guðni Rúnar Helgason, Daníel Laxdal, Tryggvi Bjarnason, Hafsteinn Rúnar Helgason, Björn Pálsson, Jóhann Laxdal, Birgir Hrafn Birgisson, Halldór Orri Björnsson, Arnar Már Björgvinsson, Ellert Hreinsson.
Varamenn: Kjartan Ólafsson, Sindri Már Sigurþórsson, Magnús Björgvinsson, Andri Sigurjónsson, Richard Hurlin, Heiðar Atli Emilsson, Baldvin Sturluson.