FH styrkti enn stöðu sína á toppnum

Björn Daníel Sverrisson úr FH og Olgeir Sigurgeirsson úr Breiðabliki …
Björn Daníel Sverrisson úr FH og Olgeir Sigurgeirsson úr Breiðabliki eigast við í leiknum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Íslandsmeistarar FH tóku í kvöld eitt skref til viðbótar að titilvörninni með því að leggja að velli Breiðablik, 2:1. Sigurmarkið skoraði Tryggvi Guðmundsson með marki úr vítateignum á 53. mínútu, eftir sendingu frá Atla Guðnasyni. Atli lagði einnig upp fyrsta mark leiksins á 13. mínútu, þegar Matthías Guðmundsson skoraði. Breiðablik jafnaði metin á 47. mínútu með marki Alfreðs Finnbogasonar.

Eftir leiki kvöldsins er FH með 37 stig á toppi Pepsi-deildarinnar, þrettán stigum á undan næsta liði. Breiðablik er enn með 15 stig  í áttunda sæti.

Byrjunarlið FH: Daði Lárusson - Matthías Vilhjálmsson, Tommy Nielsen, Sverrir Garðarsson, Guðni Páll Kristinsson - Davíð Þór Viðarsson, Tryggvi Guðmundsson, Björn Daníel Sverrisson - Matthías Guðmundsson, Alexander Söderlund, Atli Guðnason.
Varamenn: Gunnar Sigurðsson - Dennis Siim, Atli Viðar Björnsson, Hákon Hallfreðsson, Brynjar Benediktsson, Eiríkur Viljar Kúld, Viktor Örn Guðmundsson.

Byrjunarlið Breiðabliks
: Ingvar Þór Kale - Finnur Orri Margeirsson, Kári Ársælsson, Kristinn Steindórsson, Alfreð Finnbogason, Olgeir Sigurgeirsson, Guðmann Þórisson, Guðmundur Kristjánsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Guðmundur Pétursson.
Varamenn: Sigmar Sigurðarson - Haukur Baldvinsson, Elfar Freyr Helgason, Aron Már Smárason, Kristinn Jónsson, Ágúst Örn Arnarson, Andri Rafn Yeoman.

FH 2:1 Breiðablik opna loka
90. mín. Ingvar Þór Kale (Breiðablik) fær gult spjald Fyrir mótmæli.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert