Fjórir leikir fara fram í 14. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld en umferðin hófst í gær þar sem að FH og ÍBV fögnuðu sigrum. FH er með 13 stiga forskot í efsta sæti deildarinnar eftir 2:1 sigur gegn Breiðabliki í gær og Eyjamenn færðust ofar á töflunni með 1:0 sigri gegn Stjörnunni.
Í Grindavík taka heimamenn á móti Fjölni en liðin eru í 10. og 11 sæti með 11 stig.
Botnlið Þróttar fær KR í heimsókn en Þróttur er með 8 stig í 12. sæti en KR er í öðru sæti með 24 stig, 13 stigum á eftir FH sem er í efsta sæti.
Valur hefur tapað tveimur leikjum í röð en liði fær Keflavík í heimsókn. Keflavík er í 5. sæti með 23 stig en Valur er með 19. stig í 6. sæti.
Fylkir og Fram eigast við í Árbænum og hefst sá leikur kl. 20.00 en aðrir leikir hefjast 19.15. Fylkir er með 23 stig í 4. sæti deildarinnar en Fram er í 7. sæti með 15 stig.
Fylgst verður með gangi mála í leikjum kvöldsins í beinni textalýsingu á mbl.is