Samkvæmt heimildum mbl.is stendur nú yfir fundur hjá knattspyrnudeild Þróttar R. um framtíð Gunnars Oddssonar þjálfara meistaraflokks karla hjá félaginu.
Þróttur hefur átt afar slæmt sumar í Pepsídeildinni og er á botninum með aðeins 8 stig eftir 14 leiki og kvaðst Gunnar í samtali við Morgunblaðið eftir 5:1 tap gegn KR í gær vera óviss um hvort hann héldi áfram með liðið.
Ekki næst í stjórnarmenn Þróttar þessa stundina.