Leikur kattarins að músinni

Úr leik Þróttar og KR í gær.
Úr leik Þróttar og KR í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Botnlið Þróttar tók í gær á móti KR í 14. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í gær. Lokatölur urðu 5:1 KR í vil, sem heldur öðru sætinu í deildinni.

Þróttur mætti ofjörlum sínum

Leikur liðanna í gær bar þess augljós merki að um væri að ræða lið í hvor sínumum helmingi deildarinnar. KR-ingar réðu för frá fyrstu mínútu og sýndu á köflum glæsilegan samleik. Þróttara skorti alla baráttu í sínum leik, sér í lagi eftir annað mark KR, sem virtist slá heimamenn algerlega út af laginu. Rétt áður höfðu heimamenn þegið ölmusu frá gestunum, sem gáfu þeim annað markið með klaufalegum hætti, en Þróttarar hefðu þurft meira en ölmusu til að halda í við KR-liðið, sem virtist óvenju frískt og sprækt þrátt fyrir erfiðan útileik í Grikklandi á dögunum.

Ítarleg umfjöllun er um leikinn í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert