Gunnar hættur sem þjálfari Þróttar

Gunnar Oddsson er hættur með Þrótt.
Gunnar Oddsson er hættur með Þrótt. mbl.is/Árni Sæberg

Gunnar Oddsson hefur látið af störfum sem þjálfari úrvalsdeildarliðs Þróttar í knattspyrnu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Þróttarar sendu frá sér í kvöld en þeir sitja á botni Pepsi-deildarinnar með aðeins 8 stig. Þorsteinn Halldórsson og Eysteinn Pétur Lárusson munu taka við þjálfun liðsins.

Yfirlýsing Þróttar er á þessu vegu;

,,Stjórn knattspyrnudeildar Þróttar og Gunnar Oddsson komust í dag að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að Gunnar hætti strax sem þjálfari liðsins.Gunnar tók við liðinu á haustdögum 2006 og kom liðinu upp í efstu deild árið 2007 og náði að halda Þrótti í efstu deild sumarið 2008. Knattspyrnudeild Þróttar þakkar Gunnari frábært starf undanfarin ár hjá félaginu og óskar honum velfarnaðar í því sem hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert