Matthías í Val og Ólafur Páll til FH

Matthías Guðmundsson í leik með FH-ingum.
Matthías Guðmundsson í leik með FH-ingum. mbl.is/Haraldur Guðjónsson

FH og Valur náðu í kvöld samkomulagi um leikmannaskipti. Matthías Guðmundsson fer frá FH í Val sem fær á móti Ólaf Pál Snorrason. Fótboltavefurinn fótbolti.net greinir frá þessu í kvöld og hefur eftir Lúðvíki Arnarsyni varaformanni knattspyrnudeildar FH að samkomulag um félagaskiptin séu í höfn.

Matthías er öllum hnútum kunnugur hjá Val en hann er uppalinn hjá Hlíðarendaliðinu en ákvað að ganga í raðir FH-inga eftir tímabilið 2006. Matthías, sem skoraði fyrra mark FH-inga í sigrinum gegn Breiðabliki um síðustu helgi, skrifaði undir samning við Valsmenn sem gildir út tímabilið 2011 að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Val.

Ólafur Páll þekkir vel til hjá FH-ingum en hann lék með Hafnarfjarðarliðinu í þrjú ár. Hann sneri síðan til Fjölnis en ákvað fyrir tímabilið að ganga í raðir Valsmanna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert