Zoran til í að taka við Þrótti

Zoran Miljkovic varð á sínum tíma Íslandsmeistari með ÍBV.
Zoran Miljkovic varð á sínum tíma Íslandsmeistari með ÍBV. mbl.is/Rax

Á spjallsíðu stuðningsmanna knattspyrnuliðs Þróttar R. eru leiddar að því líkur að Zoran Miljkovic verði ráðinn næsti þjálfari meistaraflokks karla fari svo að Gunnar Oddsson hætti eins og útlit er fyrir. Zoran, sem þjálfaði síðast Selfoss með góðum árangri, hefur ekkert heyrt frá Þrótturum en er áhugasamur um að taka við liðinu.

„Hví ekki? Ég er frábær þjálfari og hef náð góðum árangri og ef að ég fæ tilboð frá félagi í Reykjavík eða nágrenni borgarinnar mun ég skoða það vel,“ sagði Zoran í samtali við mbl.is í dag.

Finnbogi Hilmarsson formaður knattspyrnudeildar Þróttar sagði engin ný tíðindi af þjálfaramálum. Stjórnin og Gunnar muni ræða málin áfram ásamt leikmönnum og reynt verði til hins ítrasta að finna bestu leið til að bjarga liðinu úr þeirri slæmu stöðu sem það er í á botni Pepsídeildarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert