Fjölnir og Þróttur áttust við í miklum fallslag í 15. umferð Pepsideildar karla í fótbolta. Þróttur er 60 ára í dag og tryggðu sér þrjú stig í tilefni dagsins. Fjölnir komst í 1:0 í fyrri hálfleik en Þróttarar stóðu uppi sem sigurvegarar 3:1.
Valgeir Valgeirsson dómari flytur líklega ekki í Grafarvoginn á næstunni en hann rak tvo Fjölnismenn út af með tveggja mínútna millibili í síðari hálfleik. Þróttur er í neðsta sæti með 11 stig en Fjölnir er með 12 stig í þriðja neðsta sæti, sama stigafjölda og Grindavík sem er í fallsæti en á leik til góða. Fylgst var með gangi mála í Grafarvogi í beinni textalýsingu á mbl.is.
Byrjunarlið Fjölnis:
Hrafn Davíðsson - Illugi Þór Gunnarsson, Marinko Skaricic, Ásgeir Aron Ásgeirsson, Gunnar Valur Gunnarsson - Magnús Ingi Einarsson, Andri Steinn Birgisson, Gunnar Már Guðmundsson - Tómas Leifsson, Jónas Grani Garðarsson, Andri Valur Ívarsson.
Varamenn:
Olgeir Óskarsson, Ragnar Gunnarsson, Ágúst Ágústsson, Kristinn Sigurðsson, Eyþór Atli Einarsson, Geir Kristinsson, Steinar Örn Gunnarsson.
Byrjunarlið Þróttar:
Sindri Snær Jensson - Jón Ragnar Jónsson, Dusan Ivkovic, Dennis Danry, Runólfur Sigmundsson - Haukur Páll Sigurðsson, Kristján Ómar Björnsson, Oddur Ingi Guðmundsson, Milos Tanasic - Morten Smidt, Samuel Malson.
Varamenn:
Henryk Boedker, Þórður Hreiðarsson, Birkir Pálsson, Oddur Björnsson, Andrés Vilhjálmsson, Ingvi Sveinsson, Hafþór Ægir Vilhjálmsson.