,,Við gátum bara ekki rassgat," sagði Ólafur Þórðarson þjálfari Fylkismanna sem gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir leikinn gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli í kvöld.
,,Ég hef enga skýringu á þessari frammistöðu og ég er alveg hundfúll. Þetta er í þriðja sinn í sumar sem við getum tekið annað sætið en menn gugna allaf á því. Við virðumst ekki hafa nægan karakter til að klára þetta,“ sagði Ólafur, sem las mönnum sínum pistilinn eftir leikinn.