Þór/KA vann dramatískan sigur á Íslandsmeisturum Vals í Pepsideild kvenna í knattspyrnu í kvöld að Hlíðarenda 2:1. Það var Mateja Zver sem gerði bæði mörk gestanna, hið síðara þegar tvær mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma.
Gestirnir voru betri í fyrri hálfleik og sköpuðu sér fjögur dauðafæri, en nýttu aðeins eitt. Valur var þó mun betri í seinni hálfleik, var mun meira með boltann, en náði aðeins að nýta sér eitt færi þrátt fyrir mikla pressu undir lokin.
Þær fengu síðan mark í bakið í uppbótartíma og deila því toppsætinu að stigum með Breiðabliki.
Nánar verður fjallað um leikinn í Morgunblaðinu á morgun.
Byrjunarlið Vals: María Björg Ágústsdóttir, Sif Atladóttir, Pála Marie Einarsdóttir, Laufey Ólafsdóttir, Rakel Logadóttir, Katrín Jónsdóttir, Krstín Ýr Bjarnadóttir, Dóra María Lárusdóttir, Björg Ásta Þórðardóttir, Dagbý Brynjarsdóttir, Thelma Björk EInarsdóttir.
Varamenn: Heiða Dröfn Antonsdóttir, Andrea Ýr Gústavsdóttir, Helga Sjöfn Jóhannesdóttir, Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, María Rós Arngrímsdóttir, Margrét Magnúsdóttir, Katrín Gylfadóttir.
Byrjunarlið Þórs/KA: Berglind Magnúsdóttir, Silvía Rán Sigurðardóttir, Karen Nóadóttir, Rakel Hinriksdóttir, Inga Dís Júlíusdóttir, Vesna Smiljkovic, Rakel Hönnudóttir, Mateja Zver, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Bojana Besic, Elva Friðjónsdóttir.
Varamenn: Halla Valey Valmundsdóttir, SOnja Geirsdóttir, Íunn Eir Gunnarsdóttir, Eva Hafdís Ásgrímsdóttir.