Öruggur sigur Blika í Keflavík

Keflvíkingar fagna marki fyrr í sumar.
Keflvíkingar fagna marki fyrr í sumar. mbl.is/Ómar

Keflavík og Breiðablik áttust við í Pepsideild karla í fótbolta í kvöld. Blikar höfðu betur 3:0 og voru 1:0 yfir í hálfleik. Annar sigur Blika í röð en að sama skapi annað tap Keflvíkinga í röð. Fylgst var me gangi  mála í leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is.

Byrjunarlið Keflavíkur:

Ómar Jóhannsson - Guðjón Árni Antoníusson, Haraldur Freyr Guðmundsson, Bjarni Hólm Aðalsteinsson, Nicolai Jörgensen - Magnús Þorsteinsson, Hólmar Örn Rúnarsson, Jón Gunnar Eysteinsson, Jóhann B. Guðmundsson - Guðmundur Steinarsson, Magnús Matthíasson. 

Byrjunarlið Breiðabliks:

Ingvar Þór Kale - Árni Gunnarsson, Elfar Helgason, Guðmann Þórisson, Kristinn Jónsson - Olgeir Sigurgeirsson, Arnar Grétarsson, Finnur Orri Margeirsson, Guðmundur Kristjánsson, Kristinn Steindórsson -  Guðmundur Pétursson.

Keflavík 0:3 Breiðablik opna loka
90. mín. Leik lokið Þorvaldur er búinn að flauta til leiksloka og þjáningu Keflvíkinga er lokið. Undirritaður hefur ekki séð Keflavíkurliðið spila jafn illa í áraraðir. Breiðablik nýtti sér það til fulls og sigraði 3:0. Mikilvæg stig í ljósi þess að Grindavík og ÍBV eru bæði að vinna.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert