Ásmundur Arnarsson: Nánast heilt lið farið út

Ásmundur Arnarsson.
Ásmundur Arnarsson. mbl.is/Haraldur Guðjónsson

Ásmundur Arnarsson þjálfari Fjölnis á erfitt verkefni fyrir höndum því liðið er í fallsæti ásamt Þrótti í Pepsí deild karla í knattspyrnu. Fjölnismenn töpuðu í dag 1:4 fyrir Íslandsmeisturum FH á heimavelli í 17. umferð.

„Við byrjuðum vel í leiknum. Fengum fín upphlaup og tækifæri en vantaði herslumuninn til þess að skora. Það var ákveðið einbeitingarleysi til staðar þegar FH skoraði fyrsta mark leiksins. Einn leikmanna okkar fékk höfuðhögg og lá á vellinum. Mínir menn voru eitthvað uppteknir af því en þá kom löng sending inn fyrir vörnina og Atli Viðar skoraði.  Stuttu seinna kom önnur löng sending og annað mark hjá FH. En á sama tíma vorum við meira með boltann og fengum fullt af tækifærum. Þannig þróaðist fyrri hálfleikurinn en við vorum ákveðnir að koma sterkir inn í seinni hálfleikinn. Markið kom okkur inn í leikinn en eftir að við náðum að setja markið þá missti ég því miður tvo leikmenn af velli vegna meiðsla, þá Aron og Skaricic. Sá síðarnefndi lá einmitt eftir þegar FH skoraði þriðja markið. Eftir það var erfitt að koma til baka. Ég er ánægður með þá stráka sem hafa komið inn í þetta hjá okkur. Það var nánast heilt lið farið út en það komu sprækir strákar inn í staðinn,“ sagði Ásmundur í samtali við mbl.is en hann saknaði fjögurra leikmanna sinna sem tóku út leikbann. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert