Fyrsta þrennan dugði ekki til

Guðmann Þórisson varnarmaður Blika hefur hér góðar gætur á Hjálmar …
Guðmann Þórisson varnarmaður Blika hefur hér góðar gætur á Hjálmar iÞórarinssyni framherja Framara. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Fram náði dramatísku jafntefli við Breiðablik á Kópavogsvelli í kvöld í 17. umferð Pepsídeildar karla í knattspyrnu. Guðmundur Kristjánsson kom Blikum í 3:0 fyrir hlé með fyrstu þrennu sumarsins í deildinni en Framarar skoruðu þrjú á síðustu tuttugu mínútum leiksins og jöfnuðu metin. Fylgst var með gangi mála í leiknum hér á mbl.is.

Byrjunarlið Breiðabliks: Ingvar Þór Kale - Árni Kristinn Gunnarsson, Guðmann Þórisson, Elfar Freyr Helgason, Kristinn Jónsson, Finnur Orri Margeirsson, Guðmundur Kristjánsson, Arnar Grétarsson, Kristinn Steindórsson, Guðmundur Pétursson, Alfreð Finnbogason.
Varamenn: Kári Ársælsson, Haukur Baldvinsson, Olgeir Sigurgeirsson, Arnar Sigurðsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Sigmar Ingi Sigurðarson, Andri Rafn Yeoman.

Byrjunarlið Fram: Hannes Þór Halldórsson - Daði Guðmundsson, Auðun Helgason, Kristján Hauksson, Samuel Tillen, Heiðar Geir Júlíusson, Halldór Hermann Jónsson, Ingvar Þór Ólason, Josep Tillen, Almarr Ormarsson, Hjálmar Þórarinsson.
Varamenn: Hlynur Atli Magnússon, Ragnar Valberg Sigurjónsson, Guðmundur Magnússon, Jón Guðni Fjóluson, Hörður Björgvin Magnússon, Rúrik Andri Þorfinnsson, Ögmundur Kristinsson.

Breiðablik 3:3 Fram opna loka
90. mín. Leik lokið Blikar voru mun betri í fyrri hálfleiknum þar sem Guðmundur Kristjánsson gerði þrennu en á síðustu tuttugu mínútum leiksins hrukku Framarar í gang og jöfnuðu leikinn. Það var mikill hiti í mönnum í leiknum og jafnvel eftir leik því Þorvaldur Örlygsson þjálfari Fram og Guðmann Þórisson leikmaður Breiðabliks virtust hársbreidd frá því að enda í slagsmálum. Auðuni Helgasyni tókst að koma þjálfaranum í burtu en það er greinilegt að stigið hefur ekki dugað til að kæta hann mikið.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert