Guðmundur Steinarsson: „Ánægjulegt að halda hreinu“

Guðmundur Steinarsson.
Guðmundur Steinarsson. Morgunblaðið/ Hag

 Guðmundur Steinarsson, framherji Keflavíkur, hefði kosið öll þrjú stigin gegn Stjörnunni í kvöld, en hann er ánægður með að liðið hélt hreinu, eftir stór töp í undanförnum tveimur leikjum. Hann segist ekki hafa áhyggjur af markaþurrð sinni síðan hann kom til liðsins.

„Við vildum öll þrjú stigin, og ég er alltaf óánægður með að fá þau ekki, en þannig séð er ég alveg sáttur við eitt. Þeir sköpuðu enga brjálaða hættu fyrir framan okkar mark og ánægjulegt að halda hreinu loksins, sérstaklega gegn þeim, því þeir hafa alltaf skorað á heimavelli.  Bæði lið fengu þó fín færi, mér fannst við þó fá fleiri, sem er jákvæði punkturinn, en við náðum bara ekki að nýta þau. Ég fékk eitt dauðafæri sem ég átti að nýta, en boltinn vildi ekki inn,“ sagði Guðmundur.

Guðmundur hefur enn ekki skorað fyrir Keflavík síðan hann kom um mitt sumar. Er það farið að hafa áhrif á hans leik?

„Nei nei, ég hef engar áhyggjur af þessu. Svona er fótbolti, stundum liggur þetta fyrir manni, stundum ekki.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert