Ingimundur Níels Óskarssonar gerði sínum gömlu félögum í KR grikk þegar hann kom ásamt liðsfélögum sínum í Fylki á KR-völlinn í kvöld og skoraði tvö síðustu mörkin í 4:2 sigri Árbæinga. Með sigrinum komst Fylkir upp fyrir KR í 2. sæti Pepsideildarinnar.
„Við erum búnir að fá þrjá sénsa til að komast upp í 2. sætið en það tókst í dag þannig að það er bara frábært. Okkur finnst við geta unnið alla þannig að við töldum okkur alveg geta tekið þrjú stig hérna,“ sagði Ingimundur sem tók undir að árangur Fylkis í sumar hafi komið á óvart en liðið er nú í góðum séns á að komast í Evrópukeppni að ári.
„Við spiluðum reyndar vel á undirbúningstímabilinu þannig að þetta leit vel út en ég held að þetta sé samt vonum framar hjá okkur. Við reynum bara að klifra eins hátt upp og við getum og svo sjáum við bara til.“