KR hafði betur gegn Eyjamönnum

KR-ingar hafa verið í góðum gír í síðustu leikjum.
KR-ingar hafa verið í góðum gír í síðustu leikjum. mbl./Ómar Óskarsson

KR vann í kvöld 3:0 sigur á ÍBV þegar liðin áttust við í frestuðum leik úr 15. umferð Pepsideildar karla í knattspyrnu. Fylgst var með gangi mála í leiknum í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Björgólfur Takefusa kom KR yfir á 67. mínútu og heimamenn bættu svo við öðru marki skömmu síðar þegar Eiður Aron Sigurbjörnsson varð fyrir því óláni að skora í eigið mark eftir að hafa glímt við Björgólf um boltann.

Varamaðurinn Ingólfur Sigurðsson bætti svo við þriðja markinu í uppbótartíma í sínum fyrsta meistaraflokksleik en hann er fæddur 1993 og talinn einn efnilegasti leikmaður landsins.

Byrjunarlið KR: André Hansen - Skúli Jón Friðgeirsson, Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Mark Rutgers, Guðmundur Reynir Gunnarsson, Óskar Örn Hauksson, Bjarni Guðjónsson, Baldur Sigurðsson, Gunnar Örn Jónsson, Guðmundur Benediktsson, Björgólfur Takefusa.
Varamenn: Einar Andri Einarsson, Atli Jóhannsson, Gunnar Kristjánsson, Ásgeir Örn Ólafsson, Ingólfur Sigurðsson, Prince Rajcomar, Jordao Diogo.

Byrjunarlið ÍBV: Albert Sævarsson - Pétur Runólfsson, Andri Ólafsson, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Yngvi Magnús Borgþórsson, Augustine Nsumba, Christopher Clements, Tonny Mawejje, Viðar Örn Kjartansson, Ajay Leitch-Smith.
Varamenn: Elías Fannar Stefnisson, Anton Bjarnason, Bjarni Rúnar Einarsson, Egill Jóhannsson, Arnór Eyvar Ólafsson, Eyþór Helgi Birgisson, Gauti Þorvarðarson.

KR 3:0 ÍBV opna loka
90. mín. Magnús Karl Magnússon (ÍBV) fær hornspyrnu
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert