„Pétur hélt klukkutíma ræðu“

Augustine Nsumba með boltann í leik KR og ÍBV í …
Augustine Nsumba með boltann í leik KR og ÍBV í kvöld en Guðmundur Reynir Gunnarsson er skammt undan. mbl.is/Jakob

KR-ingar unnu 3:0 sigur á Eyjamönnum í Pepsideildinni í kvöld eftir að staðan hafði verið markalaus í hálfleik. Björgólfur Takefusa kom KR á bragðið en hann sagði í samtali við mbl.is Pétur Pétursson aðstoðarþjálfara hafa verið heldur ósáttan við fyrri hálfleikinn.

„Við vorum hörmulegir í fyrri hálfleiknum en þeir bara ágætir þannig að í leikhléi fengum við sirka klukkutíma ræðu frá Pétri Péturssyni um hvað við hefðum verið lélegir,“ sagði Björgólfur sem skoraði á 67. mínútu úr sjöundu skottilraun KR-inga eftir leikhléið.

„Frá fyrstu mínútu í seinni hálfleik fannst mér við svo spila mikið betur, pressa stíft og sýna gleði og baráttu. Við skoruðum þrjú mörk og þau hefðu hæglega getað orðið fleiri,“ sagði Björgólfur.

Ítarlega er fjallað um leik KR og ÍBV í Morgunblaðinu í fyrramálið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert