Enn líf í titilvonum KR-inga

KR-ingurinn Björgólfur Takefusa í leik gegn Grindavík.
KR-ingurinn Björgólfur Takefusa í leik gegn Grindavík. mbl.is/Guðmundur Rúnar

KR og Fram áttust við í Pepsideild karla í fótbolta í dag og hófst leikurinn kl. 18. KR sigraði 3:1 eftir að Fram var yfir 1:0 í hálfleik. KR á því enn möguleika á því að verða Íslandsmeistari þrátt fyrir að FH sé enn í lykilstöðu. Fylgst var með gangi mála í leiknum á mbl.is. KR er í öðru sæti deildarinnar með 39 stig en FH er efst með 43 stig. Fram er í fjórða sæti með 28 stig en Fylkir er í þriðja sæti með 33 stig.

Almarr Ormarsson kom Fram yfir í fyrri hálfleik en KR-ingar svöruðu með teimur mörkum snemma í síðari hálfleik. Þar voru Björgólfur Takefusa og Mark Rutgers á ferðinni. Skúli Jón Friðgeirsson innsiglaði sigurinn með glæsilegu marki 13 mínútum fyrir leikslok.

Byrjunarlið KR:

Andre Hansen - Skúli Jón Friðgeirsson, Grétar Sigurðarson, Mark Rutgers, Jordao Diogo - Gunnar Örn Jónsson, Bjarni Guðjónsson, Atli Jóhannsson, Óskar Örn Hauksson - Guðmundur Benediktsson, Björgólfur Takefusa.

Byrjunarlið Fram:

Hannes Þór Halldórsson - Daði Guðmundsson, Kristján Hauksson, Jón Guðni Fjóluson, Sam Tillen - Heiðar Geir Júlíusson, Paul Mc Shane, Halldór Hermann Jónsson, Joe Tillen - Almarr Ormarsson, Hjálmar Þórarinsson.

KR 3:1 Fram opna loka
90. mín. Leik lokið KR-ingar fagna sigri og eiga enn möguleika á því að verða Íslandsmeistarar. Þeir eru 4 stigum á eftir FH sem á leik til góða.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert