Tólf leikmenn úr úrvalsdeild karla voru í dag úrskurðaðir í leikbann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ og átta úr 1. deild sömuleiðis. Þar af missa Valur og HK þrjá leikmenn í bann hvort félag.
Bönnin eru öll tekin út í næsta leik viðkomandi félags, nema hvað leikmenn Grindavíkur og ÍBV geta allir leikið þegar liðin mætast í áður frestuðum leik á fimmtudaginn.
Þessir eru komnir í bann í úrvalsdeild karla:
FH: Davíð Þór Viðarsson.
Grindavík: Jósef K. Jósefsson og Scott Ramsay.
ÍBV: Andri Ólafsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson.
KR: Jordao Diogo og Skúli Jón Friðgeirsson.
Stjarnan: Tryggvi Bjarnason.
Valur: Bjarni Ólafur Eiríksson, Guðmundur V. Mete og Ian Jeffs.
Þróttur: Dusan Ivkovic.
Þessir eru komnir í bann í 1. deild karla:
Haukar: Pétur Á. Sæmundsson.
HK: Hafsteinn Briem, Atli Valsson og Þórður Birgisson.
ÍR: Guðfinnur Ómarsson.
KA: Janez Vrenko.
Víkingur Ó.: Dalibor Nedic.
Þór: Lárus Orri Sigurðsson.