Jafnt í Grindavík og Þróttur fallinn

Gilles Mbang Ondo jafnaði fyrir Grindavík undir lok fyrri hálfleiks.
Gilles Mbang Ondo jafnaði fyrir Grindavík undir lok fyrri hálfleiks. mbl.is/Kristinn

Grindavík og ÍBV skildu jöfn, 1:1, í úrvalsdeild karla í knattspyrnu, Pepsi-deildinni, á Grindavíkurvelli í kvöld. Bæði lið eru þar með enn í fallhættu en úrslitin þýða að Þróttarar eru endanlega fallnir úr deildinni.

ÍBV komst yfir á 13. mínútu með marki frá Augustine Nsumba en Gilles Mbang Ondo jafnaði fyrir Grindavík á 43. mínútu og þar við sat.

Lið Grindavíkur: Óskar Pétursson, Ray Anthony Jónsson, Óli Stefán Flóventsson, Orri Freyr Hjaltalín, Jóhann Helgason, Tor Erik Moen, Sveinbjörn Jónasson, Scott Ramsay, Þórarinn Kristjánsson, Gilles Mbang Ondo.
Varamenn: Óli Baldur Bjarnason, Páll Guðmundsson, Eysteinn Hauksson, Benóný Þórhallsson, Gunnar Þorsteinsson, Sylvain Soumare, Emil Daði Símonarson.

Lið ÍBV: Albert Sævarsson, Arnór Ólafsson, Andrew Mwesigwa, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Yngvi Borgþórsson, Pétur Runólfsson, Tonny Mawejje, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Andri Ólafsson, Augustine Nsumba, Viðar Örn Kjartansson.
Varamenn: Anton Bjarnason, Bjarni Rúnar Einarsson, Egill Jóhannsson, Eyþór Helgi Birgisson, Gauti Þorvarðarson, Ingi Rafn Ingibergsson, Elías Fannar Stefánsson.

Grindavík 1:1 ÍBV opna loka
90. mín. Albert Sævarsson og Gilles Ondo skella harkalega saman í loftinu eftir fyrirgjöf frá Scott Ramsay að marki ÍBV. Albert liggur eftir áreksturinn við tröllið. Uppbótartími var að hefjast og það verður eitthvað stopp á leiknum því Albert virðist vankaður og liggur uppvið markið. ÍBV er búið með skiptingarnar. Miðað við útlitið heldur Albert varla áfram í markinu og þá þurfa Eyjamenn að setja útispilara á milli stanganna, auk þess að vera manni færri.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka