Gunnlaugur næsti þjálfari Valsmanna

Gunnlaugur Jónsson fagnar með Selfyssingum um síðustu helgi.
Gunnlaugur Jónsson fagnar með Selfyssingum um síðustu helgi. mbl.is/Guðmundur Karl

Gunnlaugur Jónsson þjálfari Selfyssinga, sem tryggði sér sæti í Pepsi-deildinni um síðustu helgi, verður næsti þjálfari Valsmanna. Þetta hefur mbl.is eftir áreiðanlegum heimildum. Skotinn James Bett, sem lék með Val árið 1978 og KR árið 1994, mun verða aðstoðarmaður Gunnlaugs samkvæmt sömu heimildum.

Gunnlaugur mun leysa Atla Eðvaldsson af hólmi hjá Hlíðarendaliðinu en forráðamenn Vals hafa tilkynnt honum að hann verði ekki áfram með liðið en Atli tók við þjálfun Valsliðsins eftir að Willum Þór Þórssyni var sagt upp störfum fyrr í sumar.

Gunnlaugur tók við þjálfun Selfyssinga fyrir tímabilið og hefur náð frábærum árangri með liðið en undir hans stjórn náðu Selfyssingar að vinna sér sæti í efstu deild í fyrsta sinn sögu félagsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert